Eru ekki einhverjar mótsagnir í þessu?

Hvernig á þessi brú að geta stórbætt samgöngur ef hún er einungis ætluð þeim fáu hræðum sem ferðast um bæinn á tveimur jafnfljótum, hjóli eða með strætisvögnum?

Það gæri verið mikil samgöngubót að brú yfir Fossvog, hvað þá yfir Skerjafjörð. En þetta gæluverkefni mun engin áhrif hafa á umferðarflæði.


mbl.is Ferðaþjónustan veðjar á Kársnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loka landinu?

Nú er það svo að sjúklingar geta leitað sér lækninga erlendis kjósi þeir það og hafi til þess fjárráð. Einnig hefur lengi verið boðið upp á ýmiss konar meðferð á einkastofnunum hérlendis.

Verði Svandísi Svavarsdóttur að ósk sinni munu þeir sem leita eftir meðferð á einkastofnunum þurfa að sækja hana erlendis. Spyrja má hversu heppilegt það er og ekki síður hvaða rétt hún hefur til að banna fólki að kaupa sér þá þjónustu sem það þarf á að halda.

Hin stóra spurningin er svo hvernig Svandís og skoðanasystkini hennar hyggjast hindra að fólk leiti sér lækninga erlendis og greiði fyrir það úr eigin vasa. Ætlar hún að banna fólki það? Hvað ætlar hún að gera við þá sem laumast á spítala erlendis og fá þar meðferð við brjósklosi svo dæmi sé nefnt?

Ætlar hún að hryggbrjóta þá þegar þeir koma heim?

Eða ætlar hún að koma á nýrri stofnun til að fylgja ferðamönnum eftir og gæta þess að þeir fari ekki í námunda við sjúkrastofnun?

Eða ætlar hún kannski að loka landinu að hætti skoðanabræðranna í Norður-Kóreu?

Þessu þarf Svandís Svavarsdóttir að svara.


mbl.is Spurði út í lögmæti Klíníkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt mannránið

Það hefur löngum verið iðja einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu að ræna erlendum ríkisborgurum og hneppa í þrælkun. Yfirleitt fyrir upplognar sakir.

Á sama tíma og almenningur sveltur og veruleikafirrtur einræðisherrann hótar að draga þjóð sína út í stríð berast fregnir af lúxuslífi hans sjálfs, sjá hér

Gæti verið athyglivert fyrir nytsömu sakleysingjana sem láta nú birta við sig viðtöl, hér og erlendis, eftir skipulagðar sýnisferðir til Norður-Kóreu, um að þar sé nú bara allt í besta lagi.

Ætli þeim hafi kannski verið boðið að dvelja með bróðurmorðingjanum á sveitasetrinu?

 


mbl.is Bandaríkjamaður handtekinn í N-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ef þau hefðu ekki farið á Facebook?

Hefði fjölskyldan látið nægja að kvarta við spítalann hefðum við auðvitað ekki séð viðbrögð af þessu tagi. Og við munum auðvitað ekki sjá neinar umbætur, einungis fullyrðingar um að málið verði skoðað og loforð um úrbætur.


mbl.is Bregðast við mistakahrinunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegast að kæra Má til lögreglu

Sé það svo að seðlabankastjóri hafi vísvitandi lagt fölsuð gögn fyrir dómstóla er auðvitað eðlilegast að hann verði kærður til lögreglu fyrir það athæfi.


mbl.is Sakar Seðlabankann um rangfærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri nær að standa með forsetanum

Þegar brjálæðingurinn sem ræður ríkjum í Norður-Kóreu ógnar nú heimsbyggðinni með hótunum um kjarnorkuárás þætti manni óneitanlega meira við hæfi að þetta lið stæði að baki forseta sínum, hversu mikill gallagripur sem hann kann að vera, en væri að apast þetta út af einhverjum gömlum skattframtölum sem engu máli skipta.


mbl.is Krefjast skattaupplýsinga frá Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræði vinstriflokka

Það gæti verið áhugavert að gera á því hagfræðilega greiningu hvers vegna vinstrimönnum á Íslandi tekst aldrei að sameinast í einum flokki meðan hægrimönnum hefur gegnum tíðina gengið það ágætlega. Nú er það þekkt að í sumum atvinnugreinum þrífast fá og stór fyrirtæki best en í öðrum þrífast fremur mörg lítil fyrirtæki. Á hverjum markaði eru t.d. yfirleitt fá og stór símafélög og matvörukeðjur en fjöldamargar hárgreiðslustofur og tannlæknastofur. Á markaðnum skýrist þetta af því að stærðarhagkvæmni vegur misþungt í ólíkum atvinnugreinum. Er hugsanlega hægt að finna einhvern þátt, sambærilegan við stærðarhagkvæmni í viðskiptum, sem ræður dreifni (fragmentation) á stjórnmálaflokkamarkaðnum? Er einhver eðlismunur á vinstri- og hægristefnu sem veldur því að hægrimenn, eða kannski fremur miðjumenn, eiga auðveldara með að starfa saman en vinstrimenn?

 


mbl.is Styrki frekar Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan verður hönd höggi fegin

Nú er mikilvægt að þingmaðurinn orðvari nái að koma ábyrgðinni á upphlaupinu um daginn yfir á einhvern annan.


mbl.is „Hljótum að kalla eftir rannsókn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2017
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband