Ójöfnuðurinn eykst á valdatíma hægristjórna ...

... er það sem Logi Einarsson og taglhnýtingar hans tönnlast sífellt á.

En nú sést svart á hvítu að þessu er einmitt öfugt farið. Eignir ríkasta prósentsins og prómillsins sem hlutfall heildareigna hafa einmitt farið minnkandi.

Nú verður Logi Einarsson að finna upp á einhverju nýju til að tönnlast á ... svona þar til það verður rekið ofan í hann líka.


mbl.is Eign 218 fjölskyldna 200 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins gott að hann er ekki borgarstjóri í New York

Það er víst eins gott að þessi verði aldrei borgarstjóri í New York. Hann myndi ekki linna látum fyrr en búið væri að fylla Central Park af blokkum.


mbl.is Skipuleggja byggð á tveimur reitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bjarga lífi eða mæta í jarðarför

Í Bandaríkjunum er almenningur hvattur til að eiga í fórum sínum þetta lyf, sem bjargað getur mannslífum.

Á Íslandi er það hins vegar svo, að komi maður að fíkli milli lífs og dauða getur hann ekki átt lyfið í fórum sínum. Það er nefnilega, auðvitað eins og með allt annað hér, bannað að kaupa það nema út á lyfseðil. Sá sem kemur að dauðvona manninum verður því fyrst að panta tíma hjá lækni, síðan að reyna að sannfæra lækninn um að hann þurfi á lyfinu að halda, sem auðvitað tekst ekki.

Með öðrum orðum:

Bandaríkjamaðurinn getur bjargað hinum dauðvona.

Íslendingurinn verður að láta sér nægja að mæta í jarðarförina.


mbl.is Hvetur fleiri til að bera naloxone
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10% launahækkun með lagasetningu?

Vinnuvikan nú er 39 tímar held ég. Verði hún stytt í 35 tíma nemur það rúmlega 10% aukningu á launakostnaði. Er eðlilegt að slíkt sé ákveðið með valdboði? Er ekki slíkt fremur samningsatriði?


mbl.is Ósammála um styttingu vinnutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband