Af því að páfinn sagði það

Þetta eru greinilega alvarlegar athugasemdir sem þarna hafa verið settar fram. Slíkri gagnrýni er hvorki nægjanlegt að svara með skætingi né vísan til menntunar þeirra sem gerðu ætluð mistök. Miðað við umræðuna undanfarið virðast hins vegar aðstandendur þýðingarinnar yfirleitt bregðast við gagnrýni á þann hátt.

Það er verulega slæmt mál ef þýðingin er svo illa unnin að virtir fræðimenn á sviði málfræði og textafræði sjái ástæðu til að gera við hana alvarlegar athugasemdir. Maður fékk á tilfinninguna þegar þessi þýðing kom út að allt væri reynt að gera til að hamla umræðu um hana og þagga niður í gagnrýnisröddum. Greinilegt að PR vinnan var vel unnin. En sé verkið gallað kemur það auðvitað í ljós á endanum.

Ég minnist þess að áður en þýðingin kom út hafði einhver gagnrýni ratað á síður blaðanna og var því meðal annars haldið fram að ekki hefði farið fram nægjanlega ítarleg umræða meðal fræðimanna til að hægt væri að segja að verkið væri tilbúið. Aðstandendur brugðust alltaf ókvæða við slíkum ábendingum og virtust taka alla gagnrýni mjög persónulega.

Í þetta verk er búið að eyða áralangri vinnu fjölda fólks og væntanlega ótöldum milljónatugum. Það er verulega alvarlegt mál ef ekki hefur tekist almennilega til.


mbl.is „Hvað heldurðu að við höfum verið að gera?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Í þetta verk er búið að eyða áralangri vinnu fjölda fólks og væntanlega ótöldum milljónatugum" ...??? Nei, Þorsteinn, þetta er ekki rétt. Það er búið að eyða í það 200 milljónum. Þess vegna er svo ófullkominn árangur þeim mun undarlegri. Ég var mjög sammála þeirri gagnrýni Guðrúnar Þórhallsdóttur, sem fram hafði komið í Lesbókar-skrifum hennar um málfarið, einkum varðandi breytinguna í hvorugkyn, þar sem sú breyting var óþörf og jafnvel í megnu ósamræmi við málhefð okkar; sömuleiðis var augljóst fyrir mig grískulesinn, að Jón Axel Harðarson hafði miklu betri málstað að verja í sambandi við samkynhneigðratexta Páls heldur en fv. grískukennari minn Jón Sveinbjörnsson, en sá betri málstaður fólst í meiri nákvæmni og trúnaði við gagnsæja merkingu frumtextanna. Jón G. Friðjónsson er svo yfirburðamaður á sínu íslenzkusviði og vel kunnur af verkum sínum eins og bókinni Mergur málsins--uppruni, saga og notkun; alvarleg gagnrýni frá honum er því ekki eitthvað sem unnt er að sópa undir teppið.

En kærar þakkir fyrir tímabæran pistilinn, Þorsteinn.

Jón Valur Jensson, 19.11.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir þetta, Jón Valur. Ætli verði hægt að sjá þessi erindi einhvers staðar, eða kannski meginatriðin úr þeim? Það væri áhugavert ef þau yrðu gerð aðgengileg á vefnum.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2007 kl. 16:19

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það væri þarfamál, félagi.

Jón Valur Jensson, 21.11.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband