Lýðræðissinnar?

Ætli það séu lýðræðissinnarnir, þessir sem finnst svo mikilvægt að breyta stjórnarskránni, sem hyggjast nú hrekja ríkisstjórnina frá völdum í nafni uppreisnar og byltingar?


mbl.is Yfir 4.200 boðað komu sína á mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja eða bara fólkið í landinu, þessi sem þið teljið að séu ekki í tengslum við raunveruleikan, fólkið sem þið eruð að vinna "fyrir" að hugsa sér að þjóðinn skilji ekki af hverju bankamenn fá milljónir gefins fyrir að koma landinu í gjaldþrot og fá svo bónussa fyrir það. að þjóðinn skilji ekki afhverju það er í lægi að hækka laun stjórnenda um tugi ef ekki hundruð þúsunda, en hin venjulegi borgari má ekki hækka um klink Því þá fer allt á hliðina :) djöfulsins dónar eru þetta að vilja lifa í heiðarlegu þjóðfélagi...

Lýður (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 14:30

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Finnst þér það lýðræðislegt, Þorsteinn, að taka ekkert mark á kröfum um lýðræðisumbætur? Í skoðanakönnun MMR vorið 2012, sjá http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/249-tveir-trieju-styeja-tilloegur-stjornlagaraes , kom fram mjög eindreginn stuðningur við persónukjör í alþingiskosningum, jafnt atkvæðavægi, þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði kjósenda og ákvæði um þjóðareign á náttúruauðlindum. Nokkuð svipuð niðurstaða skilaði sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Hvað hafa stjórnvöld gert með þessar kröfur almennings? Nákvæmlega ekki neitt.

Sigurður Hrellir, 24.5.2015 kl. 14:55

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fyrsta atriðið varðandi lýðræði er að virða þær leikreglur sem settar eru. Í því felst að kjósendur geta skipt um stjórnvöld í kosningum. Ef samfélagið á að virka þannig að alltaf þegar nægilega stór og hávær hópur tekur sig saman geti hann einfaldlega hrakið stjórnvöld frá endum við með skrípamynd af lýðræðinu - svokallað skrílræði. Ég á einfaldlega erfitt með að trúa því að fólk sem í raun og sannleika vill efla og bæta lýðræði í landinu vinni gegn því með því að virða ekki grundvallarreglurnar.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2015 kl. 15:04

4 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ef að meirihlutinn vill fá ríkisstjórnina frá og tekst áætlunarverk sitt, kallast það þá skrílræði? Væri meginþorri þjóðarinnar þá skríll? 
En hvað kallast það þegar ríkisstjórnin hlustar ekki á raddir þjóðfélagsins, og hagar umbótum eftir þeim?

Ef að við eigum að sætta okkur við það að ríkisstjórnir megi haga auðlindum þjóðarinnar eftir eigin hagsmunum, og kæfa niður allt sem kallast lýðræðislegur réttur með því að skíta niður í hálsmál kjósenda hist og har, þá getum við allt eins tekið upp einræðiskerfi í anda þess sem við könnumst við frá Norður Kóreu, og sleppt öllum kosningum.

Ég held að flestir kosningabærir einstaklingar í landinu skilji alveg grundvallarreglurnar. Ég set samt spurningamerki við hvort núverandi ríkisstjórn kunni þær, því hún kærir sig almennt ekki um að fara eftir þeim.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.5.2015 kl. 15:40

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Svarið við spurningu þinni er já: Ef ríkisstjórnir eru hraktar frá án kosninga, þ.e. hópar fólks taka einfaldlega völdin með ofbeldi, þá er það skrílræði. Lýðræði virkar ekki nema reglum þess sé fylgt. Svo er auðvitað mikilvægt að fólk geri sér almennt grein fyrir að skoðanir þess sjálfs á mönnum og málefnum veita því ekki sjálfkrafa vald til að hrekja burt löglega kjörin stjórnvöld, hvað þá þegar þessar skoðanir grundvallast meira á hugaræsingi en rökum og staðreyndum.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2015 kl. 15:55

6 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hvað kallaðist "skrílræðið" þegar Bjarni Ben stóð í púltinu á Alþingi og heimtaði að Jóhanna skilaði lyklunum af Stjórnarráðinu vegna niðurstöðum skoðanakannanna?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.5.2015 kl. 16:07

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Niðurstaða lýðræðislegra kosninga á alltaf að gilda. Kjörtímabilið er 4 ár og þótt skoðanakannanir á tímabilinu milli kosninga sýni aðra niðurstöðu en var í kosningum breytir það því ekki að þingmenn eru kosnir til 4ja ára í senn. Nú mælast Piratar með fylgi langt yfir kjörfylgið í síðustu kosningum og það hefur verið túlkað sem skilaboð um breytingar á lýðræðinu í átt til auknar þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði. Ef þetta fylgi helst þá verða þessar breytingar væntanlega á næsta kjörtímabili. Þannig virkar lýðræðið. Breytingarnar koma hægt í lýðræðisríkjum en þó ferlið sé hraðara með byltingum er það samt ekki endilega gott.

Jósef Smári Ásmundsson, 24.5.2015 kl. 17:43

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk Jósef. Gaman að fá skynsamlegt innlegg. Ingibjörg: Eins og ég sagði er eitt að hafa skoðanir og annað að hafa rétt til að taka völdin. Fólk hefur rétt til að hafa þá skoðun sem það vill á stjórnvöldum, þessari ríkisstjórn eða þeirri síðustu en það gefur því ekki rétt til að hrifsa völdin. Bjarni Benediktsson lýsti skoðun sinni. En reyndi hann að hrifsa völdin? Nei, hann varð að sjálfsögðu að bíða eftir kosningum eins og allir aðrir.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2015 kl. 20:53

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég sem hélt að Bjarni Ben hafi einmitt lagt fram tillögu um vantraust á Alþingi, og vildi boða til nýrra kosninga.

Mig hlýtur greinilega að misminna svona svakalega.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.5.2015 kl. 21:36

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Æi, er mjög erfitt að skilja muninn á því að hafa skoðanir, setja þær fram og reyna að vinna þeim fylgi eftir þeim reglum sem gilda, annars vegar, og hins vegar að ætla að koma markmiðum sínum fram með ofbeldi?

Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2015 kl. 21:53

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ertu semsé að segja að mótmæli séu ofbeldi, frekar en (mikilvæg og óhjákvæmileg) hliðarverkun þess kosningakerfis sem við notum?

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.5.2015 kl. 22:34

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hefur enginn sagt að mótmæli séu ofbeldi. En það að hrekja réttkjörin stjórnvöld frá völdum með uppreisn eða byltingu, eins og hvatt er til í fréttinni sem hér er vitnað í, er ofbeldi.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.5.2015 kl. 22:59

13 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ef ég skil þessi boðuðu mótmæli rétt, þá ætlar er fólk hvatt til þess að mæta með lykla til að láta hringla í.
Svakalegt ofbeldi það.

Það má svosem deila um það hvort kjörin ríkistjórn eigi að sitja sem fastast út kjörtímabilið, sama hvað tautar og raular. Þessir flokkar fá atkvæði út á gefin loforð, en ef þau loforð eru brotin þá eru forsendur fyrir þeirra setu inn á Alþingi brostnar, og því fullkomnlega eðlilegt að fólk mótmæli.

Finnst það frekar lúalegt að tala þennan sjálfsagða rétt fólks til mótmæla niður á þennan hátt, og uppnefna hann ofbeldi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 24.5.2015 kl. 23:19

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Enn og aftur. Það er munur á því að mótmæla til að koma skoðun sinni á framfæri og því að efna til byltingar í landinu. Annað er ofbeldi en ekki hitt.

En mér finnst ég nú vera búinn að endurtaka þetta svo oft að það er eiginlega orðið vandræðalegt wink

Þorsteinn Siglaugsson, 25.5.2015 kl. 11:30

15 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Já, þetta er eiginlega orðið svolítið vandræðaleg. Fullkomnlega sammála þér í því.

Því þú talar um leikreglur kosninga, og segir kjósendur þurfa að fylgja þeim leikreglum sem þeim eru settar í því. En hvað með kjörna fulltrúa kjósenda? Ef þeir fylgja ekki leikreglum sem þeim eru settar, sem þeir setja sér jafnvel sjálfir í kosningabaráttunni? Er það þá ekki siðferðileg og lýðræðisleg skylda þeirra að víkja? Eða eiga þeir að sitja áfram sitt kjörtímabil og halda áfram að valda þjóð sinni skaða?

Byltingar, uppreisnir, og mótmæli geta vel farið fram án ofbeldis. Það er ekkert í þessum orðum sem felur í sér óhjákvæmilegu ofbeldi.
En þetta eru líka einu verkfærin sem kjósendur í lýðræðislegu ríki hafa þegar kjörnir fulltrúar fara ekki eftir settum reglum.
Álíka og verkfallsréttur launafólks, eitthvað sem þú hefur líka kallað ofbeldi. En í ljósi afstöðu þinnar til mótmæla, kemur það svosem ekki á óvart.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.5.2015 kl. 12:59

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Bylting á ofbeldis er mótsögn. Með byltingu eru reglur samfélagsins brotnar, réttkjörin stjórnvöld hrakin frá - slíkt er í eðli sínu ofbeldi. Þú þarft að læra að gera greinarmun á hugtökum eftir því hvað þau þýða. Mótmæli eru ekki það sama og bylting. Til að hægt sé að segja að kjörnir fulltrúar fari ekki eftir settum reglum er ekki nóg að þú sért ósammála því sem þeir gera, þeir verða að brjóta formreglur. Og það er sama hvað þú kannt að vera mikið á móti ríkisstjórninni - það hefur hún alls ekki gert.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.5.2015 kl. 14:30

17 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég er ekki endilega að tala um þessa ríkisstjórn, heldur allar. Skiptir engu máli hvoru megin við línuna ríkisstjórnin er, þær geta allar brotið leikreglur.

Mótmæli, bylting, og uppreisn eiga allar það sameiginlegt að krefjast borgaralegrar óhlýðni. Það er hægt að mótmæla, gera byltingu, og uppreisn með borgaralegri óhlýðni einni saman. Ekkert þessara framkvæmda fela í sér óhjákvæmilegu ofbeldi.

Borgaraleg óhlýðni er ekki ofbeldi.

Ég held að skilgreiningin á þessum hugtökum sé ekki vandamálið hér, heldur skilgreining þín á ofbeldi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.5.2015 kl. 15:43

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það gerir enginn byltingu með borgaralegri óhlýðni einni saman. Það vita allir sem hafa einhvern lágmarksskilning á hvað bylting er.

Þorsteinn Siglaugsson, 25.5.2015 kl. 16:19

19 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Þeir sem hafa lágmarksskilning á hvað bylting er, vita að bylting er ekki það sama og bylting.
Bylting þýðir lítið annað en allsherjar breyting á einhverju eins og við þekkjum það í dag. Orðið sjálft felur ekki í sér neitt ofbeldi.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.5.2015 kl. 18:10

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú jæja, þetta er þá bara orðin allt öðruvísi bylting núna. Kannski bara græna byltingin?

Ég nenni þessu nú eiginlega ekki lengur en legg til að þú farir á þing. Þar er nóg af fólki sem nennir svona embarassed

Þorsteinn Siglaugsson, 25.5.2015 kl. 20:16

21 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sumir verða bara uppteknir eins og Jón Valur þegar þeir hafa málað sig út í horn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.5.2015 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband