Búum við í Legolandi?

Hvernig nennir nú fólk að eyða tíma sínum í svona vitleysisgang? Að halda því fram að nútíma bankakerfi sé ígildi peningafölsunar er auðvitað hrein fjarstæða. Er það þá líka peningafölsun að nota kreditkort? Held að þetta ágæta fólk ætti að reyna að finna sér eitthvað annað og uppbyggilegra að gera.


mbl.is Kæra bankastjórnendur fyrir peningafölsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, þetta er því miður akkúrat svona. Ef þú ert hagfræðingur, þá átt þú að vita hvernig peningar verða til í núverandi peningakerfi. Bankarnir búa þá til úr lausu lofti. Núverandi kerfi er frekar eitthvað sem mætti kenna við Legoland.

Sveinn Arngrímsson (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 19:30

2 identicon

„Er það þá líka peningafölsun að nota kreditkort?“

Nei, því það er lán og endurgreitt á ákveðnum degi. Hagfræðingur ætti ekki að þurfa að spyrja svona spurninga. Hins vegar; eru „peningarnir“ sem skapast þegar innstæðulausar ávísanir eru gefnar út raunverulegir peningar? Er ekkert athugavert við að gefa út innstæðulausar ávísanir? Fara ekki þeir sem þær gefa út í tukthús? Á ekki Seðlabankinn að tryggja það að peningamagn í umferð fari ekki fram úr verðgildi þeirra vara sem kaupanlegar eru? Verður ekki verðbólga sé þess ekki gætt? Hvernig geta þá bankar og sparisjóðir leyft sér að gefa út slíka gúmmítékka? Þetta er klárt lögbrot.  Sé það ekki lögbrot; hvers vegna er þá ekki allt í lagi fyrir mig að verða mér út um ljósritunarvél og prenta peninga? Eða grafa upp heftið sem ég á ennþá einhversstaðar niðri í skúffu? Er peningaprentun stofnana eitthvað annað?  Hvað gerðist á Nýfundnalandi þegar seðlabankinn þar prentaði peninga jafn hratt og vélarnar virkuðu? Hvað gerðist árið 2008 í kjölfar gríðarlegrar peningaprentunar fjármálstofnana? Hver sagði: „Þessir peningar fóru ekki neitt; þeir hurfu.“

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 19:53

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Allir vita hvernig peningar verða til. Málið er bara að í því felst ekkert lögbrot.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2015 kl. 19:54

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Núverandi peningakerfi er hrein fjarstæða sem gæti allt eins verið búin til í Legolandi og þáttaka í því er vitleysisgangur. Hvað annað gæti fólk annars verið að gera uppbyggilegra heldur en knýja á um úrbætur á því? Sjálfsagt væri mjög uppbyggilegt að fá uppbyggilegar ráðleggingar um það frá rekstrarráðgjafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2015 kl. 19:58

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Endilega útskýrðu fyrir okkur hinum hvernig peningar verða til, ef það er svona augljóst. Í leiðinni væri mjög uppbyggilegt ef þú útskýrðir hvernig það samræmist 1. mgr. 5. gr. laga nr. 36/2001 að einhver annar en Seðlabanki Íslands gefi út gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla eða löglegrar myntar.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2015 kl. 20:04

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þorvaldur: Kreditkort og tékkar eru hluti peningamagnsins, en þetta eru ekki seðlar sem gefnir eru út af seðlabanka. Ef menn halda því fram að enginn megi auka við peningamagnið nema Seðlabankinn hlýtur jafnframt að vera lögbrot að gefa út og nota kreditkort og gefa út tékka. Það segir sig nú sjálft.

En þegar þú talar um að bankar gefi út gúmmítékka, hvað ertu þá að meina nákvæmlega?

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2015 kl. 20:06

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Og til að svara Guðmundi Ásgeirssyni: Misskilningurinn liggur í því að menn gera ekki greinarmun á peningum og seðlum/gjaldmiðli. Seðlabankinn hefur einkarétt á að prenta seðla, en peningar eru margt fleira en seðlar. Það má t.d. sjá ágæta skilgreiningu á þessu hér: http://lexicon.ft.com/Term?term=m0,-m1,-m2,-m3,-m4

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2015 kl. 20:16

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Misskilningurinn þinn Þorsteinn, liggur í því að 1. mgr. 5. gr. laga nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands gerir ekki heldur greinarmun á seðlum, mynt, né nokkru öðru sem gengur manna á milli sem löggildur gjaldmiðill, en það gera einmitt rafrænar innstæður í bönkum sem mynda meirihluta þess peningamagns sem M3 inniheldur. Samkvæmt lögunum hefur seðlabankinn einkaleyfi til að búa til slík peningaígildi, en brot gegn því einkaleyfi falla undir skilgreiningu peningafölsunar. Rétt eins og ef ég myndi sjálfur kaupa mér ljósritunarvél og byrja að fjölfalda tíuþúsundkalla, og alveg eins ef ég færi sjálfur að taka við innlánum og umbreyta þeim í rafrænar innstæður á heimilistölvunni.

Takk fyrir tengilinn á þessar skýringar hjá Financial Times, en þar sem þær eru á ensku eru hér einnig skýringar á íslensku á hugtökunum M0, M1, M2 og M3, með línuriti sem sýnir þróun þeirra: http://data.is/1RdVxnR

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2015 kl. 21:07

9 identicon

Nei, peningaprenntun bankanna undir bindiskyldu er raunveruleg peningaprenntun. Kreditkortarekstur og adrar personulegar lanveitingar eru thad ekki. sEljendur taka VID seinkudum greidslum I gegnum kreditkortakerfid. Their eru ekki ad prennta peninga Sem Thu getur gert hvad Sem er VID.their hafa ekki nein mealanleg ahrif a peningum I umferd!

hvort bindiskylda og peninga prenntun bankanna med heimild sedlabanka er logleg er svo allt annad mal.

einsi (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 21:27

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, sé peningakerfið ólöglegt eins og það leggur sig og allir peningar gjaldmiðill, þar með talin kreditkort, víxlar og aðrar skuldaviðurkenningar manna á milli, nú þá hljóta Hagsmunasamtök heimilanna bara að vinna þetta einkennilega mál. En auðvitað er þetta ekki svo, og það vitum við held ég báðir þótt sumir okkar séu kannski dálítið búnir að bíta einhverja vitleysu í sig ;)

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2015 kl. 21:28

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gott að Hagsmunasamtök Heimilanna gera það eina rétta.

Sem er að kæra peningafölsunarstofnanirnar. Nánar tiltekið: vaxta-vaxta-vaxta-okur-glæpaprentandi bankana!

Þorsteinn. Ertu ekki að segja að heiðarlegir og skattgreiðandi ríkisborgar og heiðarlega rekin skattgreiðandi fyrirtæki á Íslandi, eigi í raun að greiða sína skatta til bankanna/kreditkortafyrirtækjanna ríkisfagslausu og peningaprentunar-réttindalausu?

Allir greiða sína ríkis-lögkröfðu þvingunar-skatta í botnlausa, ríkisfangslausu og löglausa undirheimahítina skattrænandi?

Það verður að útskýra aðeins betur fyrir mér, hvers vegna má gefa út "löglega" og innistæðulausa gúmmítékka á réttlætanlegan, ó-löglegan og ó-siðmenntaðan hátt á Íslandi?

Hver leyfir slíkt banka-fjármagnsfals? hvað varð um ofurlaunuðu bankastjóra-ábyrgðina?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2015 kl. 21:30

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lokatilraun til að skýra þetta mál: Peningakerfið byggir á því að stýra peningamagni í umferð með bindiskyldu. Banki getur þannig búið til peninga upp að því marki sem bindiskyldan leyfir. Kerfið gæti alveg verið öðruvísi. Það gæti til dæmis verið þannig að bindiskyldan væri 100%, þ.e. að bankinn þyrfti að hafa allan efnahagsreikning sinn tiltækan í seðlum. En þá þyrfti einfaldlega bara miklu meira af seðlum. Meginatriðið er að hér er bara um að ræða ákveðið kerfi sem menn hafa komið sér saman um að nota og það er auðvitað bara fjarstæðukennt að reyna að halda því fram að í því felist einhver peningafölsun.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2015 kl. 21:40

13 identicon

Mergurinn málsins er þessi:  Til þess að menn treysti gjaldmiðli verður að liggja fyrir trygging á verðgildi hans, þeas. menn verða að vera vissir um að þeir geti keypt fyrir þann gjaldmiðil sem þeir hafa. Ef slíkt þyrfti ekki færi eins og í bókinni Hitshækers gæd etc. þar sem nýir landnemar á plánetu komu sér saman um að laufblöð væru löglegur gjaldmiðill. Vandinn var sá að þar emð fóru allir út í skóg og reyttu blöð af trjánum og innan skamms var ekki hægt að kaupa neitt því vörur voru ekki til fyrir allri þesari ofgnótt peninga.  Í fyrndinni voru peningar tryggðir með gulli.  Nú eru þeir tryggðir með því vörumagni sem í umferð er. Það gefur því auga leið að séu gefnir út fleiri peningar; seðlar, tékkar, verðbréf etc., en verðmæti, vara, er til fyrir hljóta peningar að falla í verði; verðbólga. Þetta hefur verið vitað frá upphafi seðlaútgáfu og margur rekið sig á það vegna þess að hann hefur ekki trúað þessum augljósu sannindum.  Þetta gerðist í Þýskalandi í kjölfar fyrra stríðsins og Þjóðverjar höfðu uppi stórfelldar áætlanir um fölsun á pundinu til að lama efnahag Breta í því seinna.  Seðlabankar eiga að stjórna peningamagni í umferð til að þeir falli ekki í verði.  Bankar gefa út innstæðulaus verðbréf, gúmmítékka, eins og dæmin sanna, og maður hélt að ekki þyrfti að útskýra slíkt fyrir mönnum sem hafa haft augun opin sl. 10 ár eða svo. Þótt banki prenti peninga verða ekki til verðmæti. Verðmæti er eitthvað sem verður étið, ekki tölur á blaði. Tölur sem banki býr til verður að hafa vörur á bak við sig. Annað er fölsun og bitnar á þeim sem safnað hafa og eiga peninga sem síðan falla í verði.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 21:57

14 identicon

Flott hjá þeim.  Við búum á Íslandi.  Hér veit hvert mannsbarn að bankar eru ræningjabæli.  Fyrir hrun gátu þó Jón og Gunna gert áhlaup á þessi bæli.  Eftir hrun hefur peningum í umferð fækkað og því er sú vörn fyrir bí.  Ræningjarnir hafa aftur á móti snúið vörn í sókn og tengja nú reiðufé óspart við svarta atvinnustarfsemi.  Það væri fyndið ef það væri ekki beinlínis ógeðslegt.    Trölli og Trína orðin vafasöm!  Í alvöru talað:  Hvert stefnum við?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.5.2015 kl. 22:04

15 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hvort eitthvað sé löglegt miðast ekki við hagfræðilegar skilgreiningar heldur lagalegar. Þó svo að hagfræðin skilgreininga "peninga" sem seðla og mynt, rafrænar innstæður og peningamarkaðssjóði (M3) þá segja lögin að eingöngu Seðlabanka Íslands sé heimilt að búa til og gefa út þá peninga, sem þýðir að ef einhver annar gerir það er hann brotlegur við lög.

Svo eru fjölmargar fleiri leiðir til að hafa breyta peningakerfinu heldur en að hækka bindiskyldu og jafnvel færa hana í 100%, sem reyndar felur ekki í sér neina grundvallarbreytingu heldur er aðeins beiting á því stjórntæki. Að einblína aðeins á það og láta sem engar fleiri útfærslur séu mögulegar er þröngsýnn og takmarkandi hugsunarháttur.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2015 kl. 22:30

16 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það hvort eitthvað er löglegt byggir á merkingu lagatextans og ég efast satt að segja um að dómstólar muni fallast á þann skilning sem þú virðist hafa á honum. En þá getur þú auðvitað bara samið samsæriskenningu um það.

100% bindiskylda er nefnd hér að ofan sem dæmi um annars konar kerfi, ekki sem eina mögulega leiðin. Það sér hver maður sem kann að lesa.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2015 kl. 22:41

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Því miður skil ég ekki þínar lokatilrauna útskýringar Þorsteinn.

Annað hvort er ég of alvarlega vangefin, eða þú, til að skilja raunveruleikann eins og hann er í bankaræningjaheiminum.

Flest allir sjá að bankadæmi heimsins gengur ekki upp. Óverjandi syndaflóð eða óverjandi snjóhengja?

Eða, hvað hentar ábyrgðarlausum fræðingunum best að kalla ábyrgðarlaust og siðlaust bankafallið/ránið sem er framundan?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2015 kl. 22:43

18 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég get því miður ekki útskýrt þetta betur, Anna.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.5.2015 kl. 22:48

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er engra samsæriskenninga þörf til að útskýra þetta. Verknaðurinn sjálfur, sem og hverjir hafa framið hann, liggur allt saman fyrir í opinberlega aðgengilegum gögnum, meðal annars þeim sem vísað var til hér að ofan frá Seðlabanka Íslands. Málið er því upplýst nú þegar að nokkru leyti, en á meðan ekki hefur verið leyst úr lögmæti verknaðarins má fastlega búast við því að bankarnir muni halda honum áfram og reyna að villa um jafnvel blekkja stjórnvöld og dómstólana, alveg eins og þeir eru ennþá að gera með gengislánin. Þetta gera þeir einfaldlega vegna þess að fremsta markmið þeirra er að græða sem mest, og það er ekki samsæriskenning heldur viðurkennd staðreynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.5.2015 kl. 23:20

20 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jájá, kallinn, gaman að þessu bara smile

Þorsteinn Siglaugsson, 7.5.2015 kl. 00:05

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir svarið Þorsteinn. Ég ber virðingu fyrir að þú gerir þitt besta til að svara mínum spurningum.

En sumt í þessum heimi er víst bara óforsvaranlegt, og það er örugglega ekki á þinni ábyrgðar-könnu, umfram allra annarra einstaklinga ábyrgðar-könnu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2015 kl. 01:04

22 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Ágætur hann Þórarinn:

Hér meira um betra peningakerfi fyrir Þorstein ofl.

Monetary Sovereignty?  Give Me A Break!  (Part I)
http://www.opednews.com/articles/Monetary-Sovereignty--Giv-by-Clifford-Johnson-Congress_Department-Of-The-Treasury_Dollar_Economic-150506-679.html

Monetary Sovereignty? Give Me A Break! (Part II)
http://www.opednews.com/articles/Monetary-Sovereignty--Giv-by-Clifford-Johnson-Banks_Coin_Dollar_Economy-150506-345.html

Ragnar Kristján Gestsson, 7.5.2015 kl. 07:54

23 identicon

Væri fyndið ef ekki væri verið að tefja löggæsluna frá mikilvægari verkefnum.

ls (IP-tala skráð) 7.5.2015 kl. 09:23

24 identicon

Einföld 30minútna teiknimynd útskýrir hvernin kerfið virkar hérna á íslandi, ekki bara í bandaríkjunum, nákvæmlega eða ansi svipað kerfi er notað hér á landi.

https://www.youtube.com/watch?v=iamVNMuVJMQ

Kristinn Gíslason Wíum (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 17:58

25 identicon

Ég hefði haldið að framkvæmd verðtryggingarinnar hér á landi væri skýrt dæmi um peningafölsun. Á bak við hana er engin verðmætasköpun og bankarnir fá hana í fangið sem loftbólufjármuni sem þeir gátu síðan lánað bretum og hollendingum á lægri vöxtum en annars staðar þekktist. Verðtryggingin var aðalástæða hrunssins og hún mun valda hruni aftur eftir 12-15 ár. 

Stefán (IP-tala skráð) 8.5.2015 kl. 21:22

26 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eitthvað er þetta nú málum blandið. Í fyrsta lagi snýst þessi kæra ekkert um neina verðtryggingu. Í öðru lagi er ekki hægt að sjá hvernig verðtrygging eigi að geta jafngilt peningafölsun. Í þriðja lagi voru íslenskir bankar ekki að lána Bretum og Hollendingum peninga á lágum vöxtum heldur tóku þeir við innstæðum frá þeim á hærri vöxtum en aðrir buðu. Í fjórða lagi var verðtryggingin ekki ástæða hrunsins. Ástæðurnar voru þrjár: Offramboð á lánsfé á alþjóðamarkaði, fölsun á gengi krónunnar í krafti ríkisframkvæmda og spilling í bankakerfinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2015 kl. 00:02

27 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í fyrsta lagi er það rétt að þessi tiltekna kæra sneri ekki að verðtryggingu (eingöngu) heldur peningafölsun almennt. Verðtryggingin er aðeins hluti af þeim glæp.

Í öðru lagi er það nefninlega hárrétt sem Stefán bendir á að verðtrygging (eins og hún er framkvæmd á Íslandi) er ígildi peningafölsunar líka, eins var sýnt fram á með þessari rannsókn hér: An examination of the effect on the Icelandic Banking System of Verðtryggð Lán (Indexed-Linked Loans)

Í þriðja lagi er það rétt að íslenskir bankar (einkum Landsbankinn) voru ekki að lána Bretum og Hollendingum peninga, heldur fá lánað hjá þeim með móttöku innlána. Það var ekki peningafölsun heldur einfaldlega fjársvik og þjófnaður á peningum, og er afar undarlegt að enginn skuli sitja í fangelsi fyrir þann glæp heldur.

Í fjórða lagi þá var verðtrygging svo sannarlega ein af meginorsökum hrunsins. Með því er einnig átt við gengistryggingu, sem er eitt form verðtryggingar. Ástæða þess að ekki aðeins þeir bankar sem áttu ekki fyrir erlendum skuldbindingum heldur allir bankarnir fóru á hausinn, var sú að þegar verðtryggðu og gengistryggðu lánin stökkbreyttust hættu lántakendur að geta borgað af þeim og lentu í vanskilum. Lán í vanskilum fara í mun hærri áhættuflokk samkvæmt Basel reglunum, sem kallar á síaukið eigið fé til að mæta bókhaldslegum varúðarniðurfærslum. Þar sem stærstur hluti lánasafna (eigna) bankanna lenti þannig í rusli, lentu bankarnir sjálfir í rusli og hrundu. Þetta er ekki neitt sérstaklega flókið orsakasamband. Af hinum þremur ástæðunum sem nefndar eru í þessu samhengi, er ein þeirra (fölsun á gengi krónunnar) einmitt ein birtingarmynd fölsunar á peningum. Með því að nota ekki aðeins verðtryggingu miðað við vísitölu neysluverðs heldur einnig gengistryggingu, voru ekki aðeins krónur falsaðar heldur einnig erlendir gjaldmiðlar. Fölsun gjaldmiðla annarra ríkja er ekki aðeins brot gegn fullveldi þeirra, heldur brýtur það einnig gegn almennum íslenskum hegningarlögum að stofna til ófriðar við erlend ríki, sem var afleiðing þessa. Slík fölsun var vissulega dæmi um spillingu í bankakerfinu, og það er líka rétt að offramboð á lánsfé á alþjóðamarkaði gerði fölsunina mögulega, en það að einhverjar kringumstæður hafi gert kleift að fremja tiltekinn glæp, breytir engu um að það er samt glæpur að ganga á lagið og fremja þann verknað, líkt og Þorgeir Hávarsson gerði í Fóstbræðra sögu með því að hálshöggva saklausan lanbúnaðarverkamann að eigin sögn vegna þess eins að "hann stóð svo vel til höggsins".

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2015 kl. 14:35

28 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ja, niðurstaðan í þessari rannsókn sem þú vísar til er einfaldlega að verðtrygging hindri ekki verðbólgu. Það hefur ekkert með peningafölsun að gera.

Ástæða þess að gengis- og verðtryggð lán hækkuðu var ekki að þau voru gengis- og verðtryggð heldur að krónan hrundi.

Það er mikilvægt að nota hugtök af nákvæmni og reyna að skilja samhengi orsaka og afleiðinga. Þá er líklegra að maður komist að réttum niðurstöðum.

Þorsteinn Siglaugsson, 9.5.2015 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband