Hvað býr að baki?

Þegar settar eru fram kröfur um tuga, jafnvel hundruða prósenta launahækkanir sem öllum er ljóst að setja myndu hér allt á annan endann, vaðið af stað í verkföll sem fyrst og fremst er ætlað að skaða veikt fólk og þá sem reiða sig á opinbera aðstoð, hlýtur sú spurning að vakna hvað í ósköpunum vaki eiginlega fyrir forystumönnum launþega.

Þeir vita vel að engin leið er að samþykkja þessar kröfur.

Þeir vita að verði þær samþykktar leiðir það til atvinnuleysis og verðbólgu.

----------------------

Er ekki einfaldlega líklegast að fyrirgangurinn hafi þann tilgang einan að koma ríkisstjórninni frá?

Er ekki þessum félögum hvort eð er stjórnað af andstæðingum hennar?

Þeim tókst ætlunarverkið 2009. Nú á að gera eins aftur. Þá kemur það sér vel að fámenn klíka sósíalista ræður málum launþega í gegnum afar vel skipulagt kerfi og í krafti löglegs ofbeldis.

 

 


mbl.is VR undirbýr verkfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú varpar fram þeirri spurningu hvað búi að baki.

Getur verið að það búi að baki að félagsmönnum í umræddu verkalýsðfélagi séu einfaldlega ekki greidd mannsæmandi laun miðað við núverandi aðstæður? Þér hefur kannski ekki dottið það í hug?

Getur verið að þér hafi kannski ekki heldur dottið í hug að það geti verið að Samtök atvinnulífsins hafi hafnað því að hlusta yfir höfuð á kröfur VR, burtséð frá því hvort þær væru raunhæfar eða ekki?

Veistu yfir höfuð hverjar þér kröfur eru, eða varstu bara að fullyrða um þær út í bláinn?

Getur verið að þú sért kannski andstæðingur launþega í kjarabaráttu þeirra?

Það gæti alltént útskýrt þessi skrif...

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2015 kl. 21:33

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

VR gerir kröfu um 5,35% launahækkun. Það er nær tvöfalt það sem telja má raunhæft að fara megi í án þess að hleypa öllu í bál og brand. Auðvitað hefur SA ekkert hafnað því að hlusta á kröfurnar, en eðlilega er ekki hægt að fallast á þær. Kröfur margra annarra hópa ganga enn lengra. Allir vita að verði slíkar kröfu samþykktar skilar það engri kaupmáttaraukningu. Hver er þá tilgangurinn?

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2015 kl. 21:56

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er hvorki sú tuga- né hundraða prósenta hækkunarkrafa, sem þú ýjaðir að.

Þú viðurkennir meira að segja að það séu mun hóflegri kröfur en margir aðrir hópar hafi gert.

En þú hefur ekki svarað því hvað býr að baki þessum skrifum þínum, gegn hagsmunum launþega í stærsta verkalýðsfélagi landsins, sem er að neyta lögbuundinna úrræða sinna til þess að ná fram réttindum félagsmanna sinna.

Getur verið að þú sért kannski andstæðingur launþega í kjarabaráttu þeirra?

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2015 kl. 22:01

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er um að ræða tuga og hundruða prósenta kröfur fyrir vissa hópa launþega. Það held ég að þú vitir vel.

Þú spyrð hvað býr að baki mínum skrifum. Ég er ósköp hræddur um að þú verðir bara að sætta þig við að taka þau eins og þau standa. Þú spyrð hvort ég sé "andstæðingur launþega". Ég efast nú raunar um að þú vitir hvað þú meinar með því. Ég get þó í það minnsta staðfest við þig að ég er svarinn andstæðingur verðsamráðs, af hvaða toga sem það er og hvort sem það er stundað af einstaklingum eða fyrirtækjum, og jafnframt svarinn andstæðingur ofbeldis, hvort sem það felst í verkföllum eða öðru. Að lokum hef ég megna fyrirlitningu á þeim sem ráðast gegn veiku og illa stöddu fólki til að kúga viðsemjendur sína til að samþykkja launahækkanir sem engin innstæða er fyrir, líkt og læknar gerðu fyrr í vetur og ýmsir aðrir stunda nú.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2015 kl. 22:19

5 Smámynd: sleggjuhvellur

Góðar pælingar Þorsteinn.

Ólafía er náttúrulega sósíalisti og fv kosningastjóri Ólaf Ragnar alþýðubandalags manni með meiru.

En ég veit ekki hvað gengur á þarna hjá verkalýðsfélögum. Þessar gölnu kröfur eru allavega ekki rökstuddar efnahagslega.  Spilað er á popúliskar tilfingastrengi.

sleggjuhvellur, 27.4.2015 kl. 22:59

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er eitthvað þannig, já. Allir vita að þetta er út í hött, en samt er allt lagt undir.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.4.2015 kl. 23:34

7 identicon

Sammála ykkur báðum. Verkfallsrétturinn er ekkert annað að lögleiðing á samráði. Samráð og einokun eru ólögleg á öllum öðrum sviðum atvinnulífsins þar sem þau valda samfélagslegum skaða í öllum tilfellum þegar þeim er beitt. Verkföll eru þar engin undantekning. Það á að banna þetta samfélagslega mein sem verkfallsrétturinn er og láta starfsemi stéttarfélaga heyra undir Samkeppniseftirlitið.

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2015 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 287237

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband