Og hvað er maðurinn ákærður fyrir?

Tæpast er hann ákærður fyrir þjófnað á fóstri konunnar - varla varðar það 21 árs fangelsi.

Hann hlýtur að vera ákærður fyrir morð? Og þá hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna. Eru ekki fóstureyðingar löglegar í Noregi? Hvernig getur það verið meira morð að drepa ófætt barn gegn vilja móðurinnar en með vilja hennar?


mbl.is Eyddi fóstri kærustunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú eyðir varla fóstri nema með samþykki og vilja konunnar. Þar liggur brotið.

þetta jafngildir nauðgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.2.2015 kl. 01:15

2 identicon

Líklega verður hann kærður fyrir óleyfilega fóstureyðingu. Sams konar ákvæði er að finna í 216. grein almennra hegningarlaga: Hafi verkið verið framið án samþykkis móður, skal refsing vera fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 12 árum.

Andri Snær (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 09:55

3 identicon

Þarf samþykki föður þegar móðir fer í fóstureyðingu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.2.2015 kl. 13:16

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er góð spurning. Ég held ekki að það þurfi.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.2.2015 kl. 13:35

5 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Hér skín óréttlætið í gegn. Velji móðir að halda/eyða fóstrinu er hún einráð um það, þarf ekki samþykki föðurs. Velji kona að halda fóstri situr faðirinn uppi með meðlagsgreiðslur í 18 ár. Það þarf tvö til að búa til barn og ætti ákvörðun að vera beggja. Föðurrétturinn er enginn.

Helga Dögg Sverrisdóttir, 1.3.2015 kl. 10:05

6 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

 Varðandi það sem þú nefnir Helga Dögg hefur fallið dómur í Danmörku fyrir nokkrum árum. Ungur maður komst að því að kærasta hans sem hafði nýlega slitið sambandi við hann var ólétt. Eftir því sem næst verður komist var hann hinn eini sem kom til greina sem barnsfaðir. Stúlkan ákvað að láta eyða fóstrinu gegn yfirlýstum vilja föðurins. Pilturinn fékk sér lögfræðing og sótti mál til að hindra þennan verknað gegn barni sínu. Hann hafði heitið því að gera sitt besta til að sjá barninu farborða ef það fengi að lifa. Að sjálfsögðu tapaði hann málinu og varð sér auk þess til athlægis í landinu. Öllum þótti gjörsamlega út í hött að barnsfaðir hefði eitthvað um það að segja hvort barn hans fengi að lifa eður ei. Mér verður stundum hugsað til þessarar sögu þegar ég heyri íslenska femínista fjasa um hið skelfilega feðraveldi sem hér ríkir að þeirra sögn.                 Sæmundur Garðar Halldórsson

Sæmundur G. Halldórsson , 7.3.2015 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 287246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband