Versnar í því

Jæja, þá stefnir í að ástandið hér verði eins og í öðrum löndum þar sem áfengi er afgreitt í matvöruverslunum. Lítum bara á Þýskaland, Grikkland, Frakkland, Bretland, Danmörku, Sviss, Holland, að ekki sé talað um Bandaríkin. Þarna liggur fólk hvert innan um annað, niður í ómálga börn, ósjálfbjarga af drykkjuskap og vesaldómi. Viljum við þetta virkilega, Íslendingar?


mbl.is Áfengisfrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að fólk er óánægt með stefnu xd

þá verður fólk að mæla með öðrum flokkum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1456407/

Jón Þórhallsson, 27.2.2015 kl. 13:14

2 identicon

Hagfræðingur með húmorinn að vopni. Það er nauðsynlegt.

Gamli (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 14:37

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég hef ekki víða farið um heiminn, ég hef séð áfengi í matarbúðum á spáni og danmörku, ekki hef ég séð áfengi í matarbúðum  í Florida eða Georgíu þar  (í usa) er eins og allstaðar séu sérstakar brennivínsbúðir þó margt annað óhollt megi finna í matvöruverslunum þar í  landi.

Sverrir Einarsson, 27.2.2015 kl. 14:57

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef ekki komið til Georgíu en þar sem ég hef verið á Florida, bæði í Palm Beach og Orlando, fæst vín í Walmart.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2015 kl. 21:15

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það fæst meira að segja bjór á bensínstöðvum í Florida, enda liggur almenningur þar í ólifnaði alla daga.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2015 kl. 21:16

6 Smámynd: Már Elíson

Satt er það, herra Þorsteinn. - Á Spáni (hef ég næstum því séð) fellur fólk í gólfið nær dauða en lífi af áfengiseitrun í verslunum, stórmörkuðum, börum, bensínstöðum og jafnvel bara að horfa á þenna óbjóð...Vík, vík frá mér...Mér er sem ég þurfi að horfa upp á þetta í Krónunni...Einhver forði mér frá því...Hvar eru góðtemplararnir með spjöldin á lofti núna ?

Már Elíson, 27.2.2015 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 287300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband