Styður nefnd sem brást

Greinargerð rannsóknarnefndarinnar sem skipuð var vegna þessa máls sýnir glögglega að siðanefnd Háskólans brást algerlega í málinu.

Því er það hneyksli að háskólarektor skuli taka upp hanskann fyrir þessa nefnd, rétt eins og ekkert hafi í skorist.

Það er einfaldlega absúrd að manneskjan skuli láta út úr sér að nefndarmenn hafi starfað "í góðri trú" þegar skýrslan bendir til að markmið þeirra hafi verið það eitt að hrekja kennarann sem kærður var úr starfi.

Rektor á að biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum og sjá til þess að kennaranum sem siðanefndin (hvílíkt rangnefni) réðist gegn verði bættur sá skaði sem hann varð fyrir.

Rektor ætti jafnframt að velta fyrir sér hvort hún sé hæf til að gegna starfi sínu, enda hlýtur það að vera eitt mikilvægasta verkefni háskólarektors að standa vörð um akademískt frelsi innan skólans þegar að því er vegið.


mbl.is Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ótrúlegt að eftir allt sem á undan er gengið í þessu máli getur rektor ekki sýnt manndóm gagnvart manni sem hefur verið beittur gríðarlegum órétti, einelti og níði. Hún á auðvitað að biðja Bjarna Randver afsökunar f.h. HÍ á ömulegri málsmeðferð þar sem allar reglur voru þverbrotnar og einnig þessu síðasta útspili sínu að halda samt hlífðarskyldi yfir nefnd sem er búin að gera ítrekað í brækurnar. Ennþá heldur HÍ því að sniðganga Bjarna Randver og með því nánast að ganga erinda Vantrú. Nú sjálfur rektorinn. Hvenær endar þetta? Hún er því sjálf að taka afstöðu í málinu með þessum ummælum. Ég bara trúi því ekki að einhver í þessari "siðanefnd" sé ennþá starfandi ennþá. Það má líka efast um hæfi rektors sem hefur ekki sóma- eða réttlætiskennd.

Guðmundur St Ragnarsson, 6.12.2011 kl. 09:59

2 identicon

Sparið nú stóru orðin. Siðanefndin brást ekkert "algjörlega" í þessu máli.

Eini "áfellisdómurinn" sem hún fær í skýrslu rannsóknarnefdarinnar er að hafa ekki lokið málinu efnislega, þ.e. taka afstöðu til þess hvort siðareglur HÍ hefðu verið brotnar eða ekki!

Þið hafið ekki lesið skýrsluna, er það nokkuð?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 10:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála ykkur báðum, þetta er hneykslanlegt af rektor háskólans.

Sá hún ekki viðurkenninguna sem fólst í því, að Vantrú dró kæru sína til baka? Sér hún ekki nægan illvilja ýmissa þar, til að gera henni ljóst, að málefnastaða þeirra reyndist enginn? Samt voru þeir búnir að hella sér yfir Bjarna Randver með að því er virðist skipulögðu einelti, trufla hann í hans akademíska starfi og valda houm yfir 1,3 millj. kr. útgjöldum!

En frú Kristín tekur enga ábyrgð, sezt bara á garðinn á milli – til að halda friði og losna við illmælgi Vantrúarmanna?!

Siðanefndin á að víkja.

Takk, Þorsteinn.

Jón Valur Jensson, 6.12.2011 kl. 10:39

4 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það var reyndar svo að glærur stundakennarans voru fáránlegar, orð og setningar slitið úr samhengi, og verið að vitna í persónuleg blogg sem einhvern vitnisburð um hópinn Vantrú.

Svona líkt og Guðfræðikennari færi að vitna í blogg Jóns Vals og kalla það boðskap og orðfæri kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.

Ekki þar með sagt að Vantrúarmenn sumir hafi ekki sagt og gert ýmislegt sem væri betur ógert. Og greinilega hefur Siðanefndin klúðrað sinni aðkomu.

Hér er ágæt analýsa: Guðfræðin og glærurnar.

Skeggi Skaftason, 6.12.2011 kl. 10:56

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Áfellisdómurinn er ekki þessi sem þú nefnir, Torfi. Hann felst í því að nefndin hafi ekki uppfyllt rannsóknarskyldu, ekki lagt mat á hvort yfir höfuð væri um einhver brot að ræða, heldur farið beint í að reyna að búa til einhverja málamiðlun. Auk þess hafi hún unnið málið í náinni samvinnu við annan málsaðilann en ekki rætt við hinn, og þar fram eftir götunum.

Þetta myndir þú sjá, Torfi, ef þú læsir skýrsluna. Hún er aðgengileg á netinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2011 kl. 11:50

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Algjörlega sammála þér, Þorsteinn. Auk þess er framkoma margra Vantrúarmanna til háborinnar skammar fyrir félagið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 12:19

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo er einnig afar athyglisvert að þeir sem kvörtuðu yfir Bjarna Randveri, sóttu ekki umrædda kennslustund. Þeim bárust í hendur glærur Bjarna, en þær segja EKKERT um það hvernig hann hagaði kennslunni. Glærur eru ekki kennslugögn, heldur minnismiðar. Það er mjög auðvelt að slíta allt úr samhengi ef það á að einblína á þessa minnismiða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 12:23

8 Smámynd: Skeggi Skaftason

Gunnar,

hefurðu séð þessar glærur?

Skeggi Skaftason, 6.12.2011 kl. 12:49

9 identicon

Skeggi,

Voðalega er þetta þunnur þrettándi hjá þér. Þú heldur fast við þinn keip. Heldur áfram ruglinu og þruglinu sem vellur upp úr þínum líkum. Þessar glærur eða kennsluefnið var LANGT í frá fáránlegar eða slitnar úr samhengi.

Síðan þessi sambanburður við kennslu og síðu Jóns Vals Jenssonar.

Trúir þú því virkilega að þínir líkir komist endalaust upp með vitleysu og moðreyk??

Þér er hreinlega ekki viðbjargandi......

Þínir líkir reynið alltaf að fara í svo bullandi vörn vegna þess að þið eruð svo bullandi hræddir við að vera teknir í bólinu, það má segja í þessu máli öllu að skrattinn hafi hitt ömmu sína.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 13:11

10 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ragnar Guðmundsson:

Ég hef séð þessar glærur. Mér fannst þær vægast sagt hörmulegar og forkastanleg vinnubrögð háskólakennara. Hefur þú skoðað glærurnar?

Ég var ekki að líkja saman kennslu og síðu JVJ. Lestu betur það sem ég skrifaði.

Skeggi Skaftason, 6.12.2011 kl. 13:59

11 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"Sá hún ekki viðurkenninguna sem fólst í því, að Vantrú dró kæru sína til baka? "

Hvaða viðurkenning fólst í því? Þetta er rógburður.

Siðanefnd var í góðri trú enda fékk hún villandi upplýsingar.

Matthías Ásgeirsson, 6.12.2011 kl. 14:13

12 identicon

Skeggi,

Af hverju berðu hausnum þínum alltaf í steininn. Hvað er að? Þú svarar oftast eins og þú lifir í einhverjum lofthjúp, þar sem orð þeirr í kringum þig hafi engin áhrif. Bara þú einn skiptir máli í heiminum.

Glærurnar voru ef eitthvað er mjög hófsamar, og fóru frekar fögrum orðum um trúleysingja eða vantrúarmeðlimi, og meðlimi siðmnennt ef eitthvað er. Held að þessi hörðu viðbrögð þinna líka, séu einmitt tilkominn vegna þess að ykkar rétta eðli opinberist, heldur en eitthvað annað.

Það væri réttara að "kæra" háskólann fyrir að að afbaka sannleikann í að fegra mynd vantrúarmanna ef eitthvað er.

Varðandi samanuburðinn við síðu Jóns Vals. Hvað ertu að bulla. Þú varst að segja að það væri sambærilegt að skýra út kaþólsku kirkjuna með því að skoða heimasíðu Jóns Vals, þ.e. jafn forkastanleg vinnubrögð og í þessum máli. Þú sagðir þetta, en í næstu færslu kannastu ekkert við.

Heldur virkilega að orðskrúð þitt, og "sniðugheit" geri þig voða gáfulegan??

Þessi samanuburður þinn er út í hött, og nánast allt sem þú skrifar.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 14:55

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ragnar,

ég skil þig ekki. Held þú sért ekki að vanda þig í málflutningi þínum.

Ertu eða ertu ekki búinn að skoða umræddar glærur? Ég er ekkert að reyna að vera sniðugur. Og þú þekkir ekkert "mitt eðli".

Skeggi Skaftason, 6.12.2011 kl. 15:54

14 identicon

Skeggi,

Auðvitað er ég búinn að skoða glærurnar og hlusta á málflutning beggja aðila. Hvað ertu að reyna fara? Ekki gjörsamlega missa þig í sniðugheitunum.

Hver er eiginlega málflutningur þinn. Ég er ekki með neinn málflutning, held að þú hafir misskilið það, eða kannski ertu bara að reyna sprengja sniðugheitaskalann þinn?

Bíddu hvar sagðist ég þekkja þitt eðli???

Þú ert brandari, en ég ætla þó ekkert að segja til um hvort það sé þitt eðli eða ekki.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 16:12

15 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ragnar, þetta voru þín orð kl 14:55

Held að þessi hörðu viðbrögð þinna líka, séu einmitt tilkominn vegna þess að ykkar rétta eðli opinberist, heldur en eitthvað annað.

en kl 16:12 segir Ragnar:

Bíddu hvar sagðist ég þekkja þitt eðli???

Skeggi Skaftason, 6.12.2011 kl. 16:36

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skeggi, þú veist greinilega ekki hvernig glærur eru almennt notaðar við kennslu og hvaða tilgangi þær þjóna. Að nota það sem stóð í glærunum, berstrípað, segir allt sem segja þarf um málstað Vantrúarmanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 16:40

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Gunnar Th. ég efast um að samhengið hefði bætt glærurnar. Trúir því einhver að kennari segi eitthvað eins og "Á þessari glæru slít ég ummæli gjörsamlega úr samhengi." eða "Það sem kemur fram á þessari glæru er aðvitað rangt."?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 6.12.2011 kl. 17:16

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Glærur eru punktar sem talað er útfrá. Gjarnan er sett fram fullyrðing (getur verið rétt, getur verið röng, jafnvel absúrd) til að fá nemendur til að hugsa, leggja fram sínar pælingar og túlkanair á viðfangsefninu. Glærur segja ekkert um skoðun kennara.

Kennari setur fram fleiri en eina hlið mála og sumar jafnvel ýktar. Að dæma kennara út frá glærum hans, er tækifærismennska og algjörlega haldlaus rök og í þessu tilfelli notuð á aumkunarverðan hátt til að sverta Bjarna Randver. Megi Vantrúarmenn hafa skömm fyrir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.12.2011 kl. 17:57

19 identicon

Síðan hvenær er kvörtun orðinn að einelti?

Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 18:28

20 identicon

Skeggi,

Nú slítur þú akkúrat orð úr samhengi. Þarna var ég að tala um hóp, og þá er ég væntanlega að tala um hópeðli, en ekki þitt einstaklingseðli. Af hverju í ósköpunum ertu að ræða þetta????

Eins og ég segi, ekki rembast of mikið að reyna vera sniðugr.

Það er soldið kaldhæðnislegt að þú sem ert að reyna segja að hlutirnir séu teknir úr samhengi, ert akkúrat núna að gera það og að reyna snúa út úr í þokkabót.

Gunnar,

Ég ekki einu sinni reyna að eiga í skoðanaskiptum við Hjalta. Hann er fyrir löngu tröllum gefinn, greyið drengurinn.

Eins og ég sagði áðan, þá er það frekar, að það er dregið úr, frekar en lagt í, varðandi þennan félagsskap. Af hverju það er gert, veit maður náttúrulega ekki.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 19:22

21 identicon

Það er langbest fyrir alla sem vilja kynna sér málatilbúnað Vantrúarmanna að fara einfaldlega vel yfir svokallaða "greinargerð" þeirra (sem mig grunar reyndar að sé bara verk eins manns - Matthíasar Ásgeirssonar) sem er "grundvöllur" kæru þeirra á Bjarna.

Öllu heilbrigðu fólki sem fer yfir þessa "greinargerð" og hinar margumtöluðu glærur í leiðinni verður ljóst að málatilbúnaður Vantrúar er gjörsamlega út í hött og eingöngu til þess fallinn að koma persónulegu höggi á Bjarna, enda er það nákvæmelega í takt við hvernig Vantrú "starfar".

Það er nefnilega og nákvæmlega, EKKERT athugavert við nálgun Bjarna á viðfangsefnið. Eins og venjulega haga Vantrúarmenn sér svona vegna þess að þeir þola ekki þegar einhver dregur upp RÉTTA mynd af þessum félagsskap og meðlimum hans. Það hef ég margreynt persónulega.

Lesið endilega þennan fáránlega málatilbúnað Matthíasar/Vantrúar, lesið einstaklega fýlulegar röksemdir Matthíasar og skoðið í leiðinni athugasemdirnar. Þær sýna svo ekki verður um villst innra eðli þessa félagsskapar.

Greinargerðin byrjar hér: http://www.vantru.is/2010/02/15/13.00/

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 22:36

22 identicon

... og ég vil bæta því við að ef það var ekki ljóst fyrir, þá verður algjörlega kristalskýrt af skýrslu Rannsóknarnefndarinnar sem fór yfir málið í Háskólanum að svokölluð "siðanefnd" sem tók við kæru/erindi Vantrúar á sínum tíma meðhöndlaði málið á einstaklega klaufalegan hátt og gerði sig vanhæfa alveg um leið.

Að málið skyldi fá að velkjast uppi í Háskóla í þann tíma sem það gerði og fara í þá farvegi sem það gerði í stað þess að vera vísað frá sem tilhæfulausum málatilbúnaði er algjörlega óskiljanlegt.

Lesið skýrslu Rannsóknarnefndarinnar, þið sem viljið kynna ykkur málin frá fyrstu hendi:

http://www.hi.is/files/skjol/stjornsysla/haskolarad/Skyrsla_um_mal_sidanefndar

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 22:49

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta fá menn á skjáinn, ef þeir leita slóðarinnar frá Bergi kl. 22.49:

"Síðan sem þú óskaðir eftir er ekki til.

Ástæður gætu verið eftirfarandi:

Slóðin er ekki til, líklegast hefur verið gerð innsláttarvilla

Síðunni hefur verið lokað eða hún fjarlægð

Síðan er lokuð tímabundið

Úrlausnir:

Fara til baka

Fara beint á forsíðu hi.is

Senda okkur fyrirspurn

Nota leitarvélina

Við tökum vel á móti öllum ábendingum og athugasemdum.

Sendið okkur línu.

Með bestu kveðjum,

Vefstjóri"

––Ætli háskólasamfélagið sé í uppnámi yfir þessu máli og því sem kom fram í Sunnudagsmogganum? Það kæmi mér ekki á óvart.

Jón Valur Jensson, 6.12.2011 kl. 23:26

24 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Athyglivert, Jón. En þú finnur skýrsluna í fjölmiðlum ef þú gúgglar hana.

Ég skoðaði hins vegar hina slóðina. Ég verð að viðurkenna að sú gagnrýni á kennslu BR sem þar er sett fram er vægast sagt léttvæg og ber talsverðan keim af einhvers konar móðursýki. Ég fæ ekki betur séð en glærur BR snúist annars vegar um að varpa ljósi á hugmyndir trúleysingja með því að vísa til málflutnings Vantrúarmanna og hins vegar að setja fram gagnrýnar spurningar um kenningarnar. Þetta er nú bara einfaldlega það sem háskólakennsla snýst um - að lýsa kenningum, gagnrýna og fá nemendur til að taka til þeirra sjálfstæða afstöðu.

Það er satt að segja furðulegt, hafi þetta verið það sem lagt var fyrir siðanefnd, að kæran skuli yfir höfuð hafa verið tekin fyrir, svo léttvægar eru þessar umkvartanir. Í glærunum er ekkert að sjá sem fer á skjön við þær kröfur sem eðlilegt er að gera til námsgagna háskólakennara.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.12.2011 kl. 23:53

25 identicon

Afsakið, minn feill ... slóðin fór ekki öll inn:

http://www.hi.is/files/skjol/stjornsysla/haskolarad/Skyrsla_um_mal_sidanefndar_HI_nr1_2010.pdf

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 00:01

26 identicon

Ég man eftir þessu máli á sínum tíma. Fylgdist lítið með því, en það fór s.s. ekki hátt, enda venjulega þegar þessi félagsskapur eða svipaðir, þá er oftast e-ð súrt í gangi. Mann grunaði þó að með ákv. offorsi gætu þeir fengið ákv. fram. Hvernig síðan siðanefndin og ákv. kennarar hafa síðan gjörsamlega orðið meðvirkir í þessu máli, er síðan ráðgáta. Hreint út sagt magnað.

Síðan sér maður feril málsins, síðan þá. Ó boj ó boj.

Þetta er svo skuggalegt að það er með ólíkindum. Ég held að jafnvel vantrúar félagsskapurinn hafi hreinlega ekki áttað sig á því hvað hægt er að hræra í fólki, þegar "pólitískur rétttrúnaður" er annars vegar.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 00:27

27 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þorsteinn segir:

Í glærunum er ekkert að sjá sem fer á skjön við þær kröfur sem eðlilegt er að gera til námsgagna háskólakennara.

Þessu er ég ósammála.

Svo ég vitni í Maurildisbloggarann, sem er ekkert að draga taum Vantrúarmanna:

Kennarinn hafði nokkuð fyrir því að mála verri mynd en efni stóðu til. Ég myndi ekki einu sinni blogga með þeim hætti sem kennarinn kenndi. Ég myndi skammast mín. [...]

En það er einn munur á framgöngu guðfræðikennarans og Vantrúar. Vantrú er vissulega sekt um að leita að einhverju, bara einhverju, til að koma höggi á óvininn. Guðfræðikennarinn lét sér ekki nægja að leita að einhverju – heldur bjó hann til það sem upp á vantaði.

Skeggi Skaftason, 7.12.2011 kl. 08:17

28 Smámynd: Skeggi Skaftason

Afsakið, skástrikunin datt út. Síðasta málsgreinin er líka orðrétt tilvitnun í Maurildi.

Skeggi Skaftason, 7.12.2011 kl. 08:57

29 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ragnar Guðmundsson:

Ég ætla ekki að vera með neinar getgátur um þitt eðli eða hópeðli, en þú ferð verulega í taugarnar á mér. Hvern andsk. þykist þú vita um hvaða "hóp" ég tilheyri? Bara af því ég lýsi einhverjum tilteknum sjónarmiðum, þá stimplar þú mig sem fulltrúi einhvers hóps. Ég er ekkert í Vantrú ef þú vilt vita það.

Þú kristallar það sem helst er að netumræðum á Íslandi og ekki síst hér á Moggablogginu, ræðst strax á manninn í stað þess að bara halda þér við efnið. Lestu aftur innlegg þitt nr 9, kíktu svo á "netreglurnar" sem Egill Helga var að birta á síðu sinni í morgun. Ég mun ekki ræða við þig frekar hér á þessum þræði.

Skeggi Skaftason, 7.12.2011 kl. 09:11

30 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rótin að þessari færslu minni er einlæg hneykslun yfir framgöngu siðanefndar Háskólans og rektors í þessu máli. Eftir að hafa skoðað glærurnar er síðan ljóst að málið allt var á sandi byggt frá upphafi. Því held ég að allir sem einhvern tíma hafa stundað háskólanám átti sig á.

Það er auðvitað alltaf gaman að fá margar athugasemdir. En þó myndi ég vilja biðja menn sem eiga í persónulegum deilum að reyna að rífast annars staðar.

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2011 kl. 09:44

31 Smámynd: ThoR-E

Skeggi:

Ragnar Guðmundsson og Bergur Ísleifsson eru sami maðurinn.

ThoR-E, 7.12.2011 kl. 12:16

32 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir


Andrés Björgvin Böðvarsson  skrifar - 07/12/11 10:55 #

"stolið" af vef Vantrúar (vona að ég verði ekki kærð!) 

"Mér virðist ljóst að framganga Péturs Péturssonar var, a.m.k. í þessu efni, ekki Bjarna til framdráttar: Þessi yfirlýsing hans um að þeir hefðu orðið sammála um að það heyrði helst upp á hann að ræða við nefndina er frekar óljós, a.m.k. ekki afdráttarlaus yfirlýsing um að hann ætli sér að koma fram beinlínis sem fulltrúi Bjarna. En í ljósi þess að Siðanefndin hafði ekkert uppáskrifað frá Bjarna um að hann samþykkti PP sem fulltrúa sinn þá bar henni að ganga úr skugga um að svo væri.

En eitt það ámælisverðasta í störfum nefndarinnar er að hún skyldi ekki strax birta honum kæruna og að fyrra bragði óska eftir skýringum frá Bjarna strax í upphafi málsins. Bjarni hafði aftur á móti samband við formann Siðanefndar 14. apríl, næstum heilum mánuði ÁÐUR en hann fær kæruna í hendur, og formaðurinn NEITAÐI að ræða við hann um málið. Bjarni var ekki boðaður á fund nefndarinnar fyrr en næstum því ÁTTA MÁNUÐUM eftir að kæran var lögð fram. Það var allur áhuginn sem nefndin hafði á að ræða við Bjarna um málið. Aftur á móti hafði formaður nefndarinnar svo mikinn áhuga á að ræða við kærandann, Reyni Harðarson, að hann bauð honum HEIM TIL SÍN 7. apríl 2010.

Bjarna, og raunar PP líka, var orðið ljóst á þessum tímapunkti að nefndin ætlaði sér ekki að taka hans sjónarmið til greina. Bjarni var aldrei boðaður á fund af fyrri siðanefndinni og það var ekki fyrr en skipaður var nýr formaður "nýrrar" sérskipaðrar siðanefndar, sem þó innihélt tvo af þremur upprunalegum nefndarfulltrúum, sem nefndin boðaði hann á fund. Bjarni og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, álitu nefndina vanhæfa og eftir ráðum lögmanns síns ákvað Bjarni að neita að tjá sig við nefndina og þess í stað láta öll samskipti við nefndina fara í gegnum lögmann sinn.

Það er því í besta falli hálfsannleikur að Bjarni hafi ítrekað neitað að ræða við Siðanefndina. Bjarni neitaði aðeins að mæta sjálfur fyrir nefndina, heldur sendi málsvara sinn Ragnar Aðalsteinsson í sinn stað, eftir að fyrri nefndin hafði klúðrað málsmeðferðinni og gerst brotleg við starfsreglur sínar (eins og fram kemur í niðurstöðu rannsóknarnefndar sem fór yfir málsmeðferðina), sér í lagi hvað varðar rannsóknarskyldu, enda sátu í "nýju" nefndinni ennþá tveir meðlimir úr upprunalegu nefndinni."

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.12.2011 kl. 13:34

33 Smámynd: Skeggi Skaftason

Afsakaðu þorsteinn! Bið þig velvirðingar á innleggi #29. Hefur ekkert með pistil þinn að gera.

Annars er ég fyllilega sammála Illuga Jökuls, sem skrifar um málið í dag á Eyjunni. Hvet ykkur til að lesa það.

Skeggi Skaftason, 7.12.2011 kl. 13:58

34 identicon

Skeggi,

Þú blótar mönnum í sand og ösku. Ert með yfirlæti. Snýrð út úr og beinlínis lýgur. Dregur taum eins sjónarmiðs fram í rauðan dauðann. Skiptir engu máli hvort þú sért skráður meðlimur í vantrú eða ekki.

Síðan læturðu eins og lítið saklaust blóm út í haga, sem má ekki vamm sitt vita. Hvernig er hægt að eiga í skoðanaskiptum við menn eins og þig. Síðan vísar þú í einhverjar netreglur.....ég held að ég vorkenni þér meira en nokkuð annað.

Síðan dettur einhver Ace inn og þá á ég að vera Bergur?? Stórmerkilegt, en þó fyrirsérð....

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 14:35

35 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Strákar, come on!

Getið þið ekki bara hist einhversstaðar og tekið svo sem eitt stykki heiðarlegan slag?

Þorsteinn Siglaugsson, 7.12.2011 kl. 14:58

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 15:42

37 identicon

Ragnar minn Guðmundsson, ég veit ekki hver þú ert en ég fullvissa þig um að þú ert ekki ég og ég er ekki þú. Þessi AceR, sem heitir víst Einar Þór Einarsson, er sennilega bara búinn að fá sér of mikið í dag og ekki í fyrsta sinn.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 15:52

38 identicon

Af tilefni af því að Skeggi er að hvetja menn til að lesa það sem Illugi skrifaði þrátt fyrir að hafa ekki kynnt sér málið neitt sérstaklega, vil ég benda á skrif Helga Ingólfssonar sem öfugt við Illuga hefur kynnt sér málið mjög vel og veit hvað hann er að tala um.

http://helgi-ingolfsson.blog.is/blog/helgi-ingolfsson/#entry-1209885

Skoðið þessa bloggfærslu og færslu Helga á undan henni til að hafa allt í samhengi. Þetta er hingað til besta samantektin á málinu sem birst hefur.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 15:58

39 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Að benda á skrif Illuga um þessi mál, til að fá eitthvert vitrænt samhengi í hlutina, er mjög óviðeigandi. Þá er eins gott að vitna í Vantrúarmenn beint.

Tek undir með Bergi, bloggið hans Ingólfs um málið er mjög gott, en því er svarað af Vantrúarmanni með orðhengilshætti.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 17:05

40 Smámynd: Skeggi Skaftason

Bergur Ísleifsson:

Illugi Jökulsson hefur víst kynnt sér UPPHAF málsins, þ.e. umræddar glærur. Illugi er, að mínum dómi, alls ekkert að draga taum Vantrúar, frekar en t.d. Maurildisbloggarinn, en báðir eru þeir sammála um að þessar glærur standist ekki skoðun og að Vantrú hafi í sjálfu sér alveg haft TILEFNI til að gera athugasemd. Sem var það sem þeir gerðu. Hvort sem þetta hafi verið stórmál eða ekki.

Hvet ykkur til að lesa umræður á bloggi Helga Ingólfssonar, sérstaklega lengri umræðuna við fyrri pistil hans frá 3.12. sl. hófstilltar og kurteisar, milli Helga sjálfs og Vantrúarfélaga. Ýmsir hér mættu taka þær umræður til fyrirmyndar.

Skeggi Skaftason, 7.12.2011 kl. 18:05

41 identicon

Sæll Bergur, gott að fá þetta á hreint.

Ef gamli kennarinn minn hann Helgi er farinn að hneykslast á þessu, ja, þá er nú í flest skjól fokin....

Samt stórmerkilegt að lesa viðbrögðin. Þar eru venjulegir gestirnir með venjulegu rugl rökin. Maður veltir fyrir sér hvort að þeir virkilega trúi þessa bulli sínu. Merkilegt hvað skynsemi og almenn dómgreind eru víðsfjarri hjá þessum aðilum.

Er það samt ekki alveg kostulegt við þetta mál, að nú er umræðan farinn að snúast um hvort viðbrögðin við viðbrögðum vantrúar við viðbrögðum kennarans við kæru vantrúar séu boðleg!!

Þegar öllu er á botnin hvolft snýst þetta um akademískt frelsi, og síðan stórundarlegan þrýstihóp, sem með offorsi sínu reyndi troða á kennara í H.Í. Hvorki meira né minna.

Það vita allir hvernig Illugi er virkilega vilhallur í svona máli. Hann myndi aldrei nokkurn tímann taka upp hanskann fyrir kennaran. Hins vegar ef þetta væri á hinn veginn, og kennarinn væri honum þóknalegur, þá væri hann froðufellandi og gjörsamlega að fara á límingunumn,......það er eiginlega vandræðalegt hvað þetta er nærri sannleikanum. Einhvern tímann bar maður virðingu manninum, þrátt fyrir að vera ekki alltaf sammála honum,..jæja.

Ragnar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 23:26

42 identicon

Skeggi, ég gæti bent þér á tugi annarra og miklu betri greina um málið en þá sem Illugi skrifaði og tekur meira að segja fram í henni að ...

"Og: Það er svo annað mál hvernig siðanefnd tók á málinu. Ég hef hreinlega ekki haft þrek til að setja mig inn í það mál allt, enda er ég aldraður maður og hjartveikur."

... sem sýnir að hann er auðvitað ekki að skoða málið í heild eða samhengi. Það virkar ekki að horfa bara á fyrstu tíu mínúturnar af myndinni og ætla svo að skrifa trúverðuglega um hana.

Og varðandi glærurnar ... þá skiptir nákvæmlega engu máli um hvað allar glærur heimsins fjalla, þú finnur alltaf einhvern, jafnvel nokkra, sem myndu hafa þær öðruvísi og geta fært einhvers konar rök fyrir því út af hverju.

Væru viðmið Vantrúar almennt notuð þá væri hægt að kæra hverja einustu glærunotkun hvers einasta kennara í hverjum einasta skóla landsins. Og ég er viss um að Illugi myndi telja þær allar "réttmætar og skiljanlegar" eftir að hafa skoðað málið með öðru auganu.

En þú mátt svo sem mín vegna hvetja fólk til að lesa hálfkæringinn frá Illuga fyrst það þjónar þínum tilgangi.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 00:31

43 Smámynd: Skeggi Skaftason

Bergir Ísleifsson segir:

Og varðandi glærurnar ... þá skiptir nákvæmlega engu máli um hvað allar glærur heimsins fjalla

Um þetta er ég ekki sammála honum. Ef t.d. kennari í fjölmiðlafræði væri að fjalla um íslenskt bloggsamfélag og taka sérstaklega fyrir ómálefnanlega Moggabloggara, meða andlitsmyndum m.a. af Bergi Ísleifssyni á glærum, og glærur þar sem orð Bergs væru slitin úr samhengi til að láta hann líta verr út en efni standa til, tja, þá finnst mér að alveg að Bergur Ísleifsson megi kvarta og nota til þess þær boðleiðir sem Háskólinn sjálfur hefur búið til. Mér finndist EKKI að Bergur væri að leggja kennarann í einelti eða ógna akademísku frelsi.

En sem sé, um þetta erum ég og Bergur Ísleifsson ósammála.

Skeggi Skaftason, 8.12.2011 kl. 08:38

44 identicon

Skeggi ... ef þetta gerðist sem þú ert að fabúlera um þá myndi ég 100% treysta nemendum og skólastjórnendum til að sjá í gegnum óhróðurinn og ég myndi alveg örugglega ekki þurfa að skipta mér neitt af þessu. Ég lít ekki á nemendur eins og þeir séu heilalausir hálfvitar sem láta bara mata sig á hverju sem er eins og þú og skoðanabræður þínir í Vantrú virðast gera ráð fyrir.

Í tilfelli Bjarna þá er vitnisburður allra sem fóru á þessi námskeið/fyrirlestur/kynningu eða hvað á að kalla þetta, á þá leið að Bjarni hefði verið 100% fræðilegur í alla staði, gert þetta afar vel, komið þessu frá sér af kunnáttu og hvergi vikið út af þeirri braut eða frá þeim kröfum sem gera má til kennara á Háskólastigi um góða kennslu/kynningu.

Þess vegna var kæra Vantrúar algjörlega fáránleg og þeim til algjörrar skammar.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:12

45 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mátti Bjarni ekki gefa dæmi um skrif Vantrúarmanna?! Af hverju ekki? Og glærurnar eru ekki einar sér hans kennslumáti og eru ekki í höndum kennara (nema stundum) eitthvert heildaryfirlit um kennsluefni, þær eru aðeins sýnishorn gjarnan, efni af þeim slóðum (eða í sumum tilvikum: vígstöðvum!) sem um er verið að fjalla. Þótt Bjarni hafi sett ljótan kveðskap frá Vatrúarmönnum á glæru, er enginn kominn til með að segja, að ÞAÐ hafi átt að vera einhver heildarsýn á allt sem Vantrú sé að gera; Bjarni hefur án efa fjallað um Vantrú í almennari og mun tímafrekari umfjöllun. En þetta öfgadæmi frá þeim sýnir þó, hvar mörk þeirra eru–––og þau eru ekki siðsamleg né bjóðandi.

Grein formanns siðanefndarinnar í Mogganum í dag er nú meira yfirklórið!

Jón Valur Jensson, 8.12.2011 kl. 09:16

46 identicon

Og Skeggi ... þess utan ... þá var enginn Vantrúarmeðlimur viðstaddur kennsluna, og sannarlega enginn af þeim sem skrifa undir kæruna eða hafa haft sig í frammi við að rakka Bjarna niður.

Þess vegna hefur enginn þeirra sem eru í Vantrú nokkra einustu hugmynd um hvað þeir eru að tala þegar þeir ausa óhróðri sínum yfir Bjarna á Vantrúarvefsíðunni og annars staðar. Hafðu það í huga.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 09:18

47 Smámynd: Skeggi Skaftason

Jón Valur skrifar, orðrétt:

glærurnar eru ekki [...] kennslumáti og eru [...] efni [...] sem um er verið að fjalla. Þótt Bjarni hafi sett ljótan kveðskap [...] á glæru, er enginn kominn til með að segja, að ÞAÐ hafi átt að vera [...] allt sem Vantrú [...] hefur án efa fjallað um [...] En þetta öfgadæmi [...] sýnir þó, hvar mörk [...] eru ekki siðsamleg né bjóðandi.

Svona væru glærurnar unnar. En ekki að það skipti öllu máli.

Skeggi Skaftason, 8.12.2011 kl. 09:51

48 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Vil vekja athygli ykkar á grein formanns siðanefndar HÍ sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 10:41

49 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Formaður siðanefndarinnar hefði nú betur látið ógert að skrifa þessa grein. Þar rekur hann afskipti sín af málinu og staðfestir þar eingöngu það sem rannsóknarnefndin gerði athugasemd við, að í stað þess að kanna málið og skoða hvort einhverjar siðareglur hefðu verið brotnar, stökk hann einfaldlega af stað í að reyna að ýta málinu út af borðinu.

Grein hans er sorgleg, því hún virðist sýna að hann hafi ekki skilið í hverju gagnrýni rannsóknarnefndarinnar á störf hans fólst, og vegna þess að hún sýnir að ekki er nóg að hafa menntun og reynslu, sé dómgreindin ekki með í för.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.12.2011 kl. 11:31

50 identicon

Hverju bætir þessi grein við? Eða breytir? Getur einhver útskýrt það? Bætir hún eitthvað úr eða afsakar framferði Vantrúar eða Vantrúarmanna á einhvern hátt? Ég get ekki séð það, a.m.k. ekki í fljótu bragði.

Hjó reyndar eftir því að þarna er sagt orðrétt:

"Í byrjun apríl þá Reynir Harðarson (RH) heimboð formanns. Hann tók ekki ólíklega í sættir, þótt síðar kæmi í ljós, að ekki voru allir samherjar hans fylgjandi þeim."

Þetta stangast á við margendurteknar fullyrðingar ýmissa Vantrúarmanna að þeir hafa alltaf verið tilbúnir til sátta. Samkvæmt þessu voru þeir það ekki.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 11:37

51 identicon

Eftir annan yfirlestur þessarar greinar þá er ljóst að formaður siðanefndar, sá er skrifar greinina, gerði sig sekan um afglöp frá nánast fyrsta fundi og hefði átt að segja sig samstundis frá málinu.

------------

Greinin sjálf er bara yfirklór frá A-Ö og það eina sem er í henni og hefur ekki áður komið fram er að Vantrúarmenn hafa haldið áfram að ljúga hver um annan þveran þegar þeir hafa fullyrt á skrilljón vefsíðum undanfarna daga að þeir hafi "alltaf" verið tilbúnir til sátta. Þeir voru það ekki samkvæmt þessari grein formannsins heldur reyndu að beita einhvers konar kúgunaraðgerðum gagnvart Háskólanum og Bjarna.

Ekki svo að skilja að ég telji að Bjarni hefði átt að "sættast" við Vantrú þar sem hann gerði nákvæmlega ekkert af sér eins og allir hans nemendur hafa staðfest og Háskólasamfélagið allt.

Búúúú á Vantrú. Þið eruð alveg ótrúlega lagnir samt við að skjóta ykkur í lifrina.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 11:57

52 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Grein Þórðar sýnir að þetta mál var í eðlilegum farvegi.

Auðvitað eru skiptar skoðanir innan félags hvort samþykkja eigi sættir eða ekki. Það var þó skoðun margra, meðal annars formanns félagins, að sættirnar ætti að samþykkja.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 12:05

53 identicon

Helgi Ingólfsson bendir á bloggi sínu á eftirfarandi:

-------------------

"1) Þann 10. feb. 2010 eru kærur Vantrúar lagðar inn, skilst mér (rétt er 4. febrúar, innskot -Bergur).

2) Þann 15. febr. 2010 hefst umfjöllun Vantrúar um glærur Bjarna á vef Vantrúar og þær eru birtar í 11 (stigvaxandi) "glærupökkum" fram til 4. mars 2010.

Á þessum sama tíma hefði mátt ætla að þeir, sem væru að kynna sér málið hjá HÍ, leituðu inn á vef Vantrúar og að þetta væri fyrsta efnið sem mætti þeim. Eru þessar tímasetningar tilviljun? Hvers vegna lét Vantrú ekki umfjöllun sína um kæruefni í þagnargildi liggja, meðan kæran var til meðferðar hjá siðanefnd, til að tryggja fullkomlega hlutlausa umfjöllun? Eða var ofangreindum "glærupökkum" Vantrúar mögulega ætlað að hafa áhrif á þann sem vildi kynna sér málið? Spyr sá sem ekki veit."

http://helgi-ingolfsson.blog.is/blog/helgi-ingolfsson/entry/1209885/

---------------------

Að félagsskapurinn Vantrú hafi byrjað að birta óhróður sinn um Bjarna eftir að þeir sendu inn kæruna og löngu áður en hún var tekin fyrir í fyrsta skipti (25. mars) sýnir hversu alvarlega rotinn hugsunargangur er í gangi í þessu félagi.

Skora á menn að lesa hvernig Vantrú setti málið fram hér: http://www.vantru.is/2010/02/15/13.00/ og hafði allan tímann opið fyrir umræður um hversu rotinn Bjarni væri. Lesið athugasemdiranr.

Þessum gengdarlausu árásum héldu VAntrúarmenn síðan áfram þótt málið væri í "farvegi" hjá Háskólanum.

Svona gera menn ekki. Nema algjörir rugludallar auðvitað og ofstækismenn.

En Vantrúarfólk ... haldið endilega áfram að skjóta ykkur í báða fætur, lifrina og brisið. Sýnið fólki endilega úr hverju þið eruð gerð. Feginn er ég.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 12:33

54 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Í greininni segir Þórður: - 

"Kannski er þungmiðjan í kærunni röð af glærum, þar sem BRS birtir óviðfelldnar og klámfengnar vísur um þekkt fólk: Forseta, tvo ráðherra, tvo biskupa og a.m.k einn prest.Kveðskapurinn er eftir látinn mann, sem ekki mun hafa gengið heill til skógar, en tengdist Vantrú. Töldu vantrúarmenn, að BRS vildi með þessu sýna nemendum sínum dæmigerðan málflutning Vantrúar." 

Þarna er  væntanlega verið að tala um Helga Hóseason, heitinn,  og að Bjarni Randver sýndi kveðskap hans á glærum. Ég sá þáttinn um HH og fann til með honum, þarna var særð sál. 

En hver er tengingin við Vantrú og skipti þessi tenging einhverju máli fyrir félagsskapinn?  -  Hafði glæran tilgang? 

Er það ekki rétt að Vantrú gerði Helga að heiðursfélaga og reisti honum minningarhellu.   Eru ekki skrif Þórðar Ingvarssonar  - við vitum hvað - (og eins af þeim sem skrifaði undir kæruna)   sjálfstætt framhald af skrifum HH, sem gekk "ekki heill til skógar" eins og  siðanefndarformaður orðar það. - 

Ganga menn heilir til skógar sem skrifa svona? 

Ert þú sammála því, Matti, að Helgi Hóseason hafi ekki gengið heill tl skógar? 

Hvers vegna ætti glæran um skrif Helga EKKI að vera relevant? 

Málflutningurinn er ekki dæmigerðari en svo að einn af þeim sem skrifaði undir kæruna, stundar svona málflutning er vefstjóri Vantrúar og finnst hann fyndinn og hefur viðhlægjendur að honu innan Vantrúar. 

Svo hafið þið látið eins og sá pistill hafi ekki komið málinu við! Ómæ ... 

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.12.2011 kl. 12:35

55 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Jóhanna, grein Þórðar fjallar fyrst og fremst um aðkomu siðanefndar að málinu. Þórður er ekkert að verja Vantrú og gagnrýnir okkur meðal annars í lok greinar.

Umfjöllin um Helga var eitt af því sem við gerðum gagnrýni við.

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 13:05

56 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ef fólk vil skoða vafasaman málflutning á netinu bendi ég því á að kynna sér feril Bergs Ísleifssonar, sem bloggaði lengi sem Grefillinn hér á moggabloggi (auk fjölda annarra nafna).

Matthías Ásgeirsson, 8.12.2011 kl. 13:06

57 identicon

Ég mæli með því að Vantrúarfólk geri nú eða sem allra fyrst það eina sem er sæmandi í stöðunni og biðji öll sem eitt afsökunar á framferði sínu gangvart öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna árása þeirra í gegnum árin.

Frá þeim tímapunkti getur uppbygging hafist á ný.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 13:07

58 Smámynd: ThoR-E

Gaman að sjá hve gaman þú hefur af þessu Bergur Ísleifsson. Þú hefur stundað það að rakka niður félagið Vantrú. Við vorum nú gamlir bloggvinir en ég gat ekki annað en fjarlægt þig af listanum, því ítrekað gerðir þú mér upp skoðanir og gjörðir, í nafni félagsins sem ég er í.

Einnig hefur þú stundað það að koma inn í umræðuna undir fjölda mörgum nöfnum. Ef það er hætt að þá fagna ég því og bið Ragnar Guðmundsson afsökunar.

Er greinargerðin eða ritgerðin um Vantrú tilbúin ?

Og já, allar upplýsingar eru um mig í "Höfundur" á mínu bloggi, ef það skiptir einhverju máli.

ThoR-E, 8.12.2011 kl. 13:24

59 identicon

Það er misskilningur hjá þér AceR (Einar), að ég hafi "gaman" af þessu. Hins vegar er ég feginn hve hjálplegir Vantrúarmenn hafa verið undanfarið í að upplýsa almenning um viðhorf sín og vinnubrögð. Ég neita því ekki eftir rúmlega tveggja ára baráttu við að upplýsa um þessa öfga.

Fjarlægt mig af listanum? Þú afsakar, en ég man ekkert eftir þér á neinum lista hjá mér og vissi ekki að ég væri á lista hjá þér enda veit ég nákvæmlega ekkert hver þú ert og man ekki eftir því að við hefðum átt orðastað, hvað þá hist.

Og í hvaða félagi ert þú? Ertu í Vantrú? Það vissi ég ekki. Þá er við hæfi að senda þér samúðar- en um leið baráttukveðju með ósk um að þú hafir einhver þau áhrif innan þess félags sem yrði til þess að félagsmenn bæðu afsökunar á framferði sínu í gegnum árin svo uppbygging gæti hafist á ný.

Ritgerðin? Þú ert að horfa á hana Einar minn.

Og nei, það skiptir engu máli, engu einasta.

Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 13:39

60 Smámynd: ThoR-E

Smá leiðrétting.

"Ef það er hætt að þá fagna ég því og bið Berg og Ragnar Guðmundsson afsökunar." - Átti þetta að vera.

--

Bergur: Ég var bloggvinur Grefilsins.

Bestu kveðjur.

ThoR-E, 8.12.2011 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband