Frjálshyggja aukaatriðanna

Ég er frjálshyggjumaður. Ég tel að afskipti ríkisvaldsins af athöfnum borgaranna eigi að vera í lágmarki. Skaðsemi ríkisafskipta má skipta í nokkra flokka. Skaðlegust eru afskipti ríkisins af atvinnulífinu því þau draga úr hagkvæmni og þar með úr hagsæld. Næstmestum skaða veldur stjórn ríkisins á almannaþjónustu á borð við mennta- og heilbrigðiskerfi. Ríkisstýringin gerir að verkum að hagkvæmni og framþróun verður minni í þessum geirum en annars væri. Þótt fólk kunni að vera sammála um að skattfé sé notað til að greiða kostnað við þjónustuna er ekki þar með sagt að ríkið eitt eigi að veita hana. Minnstum skaða valda svo þeir fátæklegu styrkir sem veitt er til menningarmála. Upphæðirnar eru lágar í hvaða samhengi sem er og áhrifin á menningarlífið lítil því hlutfall ríkisfjárins af veltu greinanna er svo lágt.
Nú þegar stjórnarandstaðan berst sem aldrei fyrr fyrir því að ríkisvaldið "skapi störf" fer lítið fyrir athugasemdum ungra sjálfstæðismanna gagnvart þeim málflutningi. Þó er ljóst að það viðhorf að það sé á könnu ríkisins að útvega fólki vinnu er stórhættulegt frjálsu atvinnulífi. Ekki hefur heldur orðið vart við að ungir sjálfstæðismenn geri miklar athugasemdir við ríkisábyrgðir á bankastarfsemi. Þær voru nú einu sinni það sem setti þetta land á hausinn, ef allir eru búnir að gleyma því.
En verkfall Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það vekur upp frjálshyggjuna í hjörtum hins unga fólks. Frjálshyggju aukaatriðanna.
mbl.is Sakar unga sjálfstæðismenn um væl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 287251

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband