Er bannað að gagnrýna dóma?

Dómsmorð kallast það þegar maður er sakfelldur á forsendum sem ekki standast. Hver sem gagnrýnir dóm og færir rök fyrir því að forsendur hans standist ekki gagnrýnir með því réttinn fyrir dómsmorð.

Verði maður dæmdur fyrir meiðyrði vegna þess að hann setur fram slíka gagnrýni er í raun búið að banna gagnrýni á niðurstöður dómstóla. Slíkar hömlur á tjáningarfrelsi standast ekki í neinu réttarríki.

Ég bendi að lokum á orð Davíðs Oddssonar um málsmeðferð og dóm í Geirfinnsmálinu á sínum tíma. Ekki veit ég til að neinn þeirra dómara sem að því máli komu hafi stefnt Davíð fyrir meiðyrði. Eru þó orð hans beitt svo ekki sé meira sagt.

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að honum væru það mikil vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Sagðist hann hafa kynnt sér það mál rækilega í gegnum tíðina og telur að þar hafi mönnum orðið á í messunni "í stórkostlegum mæli á nánast öllum stigum málsins", eins og hann orðaði það. Tók hann einnig fram að á þeirri vegferð allri hefði "ekki aðeins eitt dómsmorð verið framið heldur mörg". Slíkir hlutir gætu þó ekki gerst í dag eins og þarna gerðist.

Mbl. 1998

 


mbl.is Kveinkar sér ekki yfir málssókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héraðsdómur sýknaði móðursystur sína

Þetta er auðvitað einkar áhugavert mál.

Í fréttinni segir: "Héraðsdóm­ur taldi að kon­an sem taldi sig hafa fengið upp­hlut­inn að gjöf sem barn hefði ekki geta fært næg­ar sönn­ur fyr­ir staðhæf­ingu sinni og sýknaði því móður­syst­ur sína af kröf­um henn­ar."

Þarf frekar vitnanna við um hlutdrægni dómstóla? Það er sumsé nóg að vera móðursystir Héraðsdóms, þá getur maður bara hirt upphluti annarra manna eins og ekkert sé, og alltaf bara sýknað, ha.

Screen Shot 2017-11-09 at 17.26.52

 


mbl.is Deildu um eignarhald á þjóðbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 287238

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband