Fyrir hvern er Neytendastofa?

Neytendastofa þjónar með þessu bersýnilega ekki hagsmunum neytenda, sem geta nú ekki lengur nýtt sér tilboð Grillbúðarinnar en þurfa þess í stað að greiða hærra verð.

Það er vægast sagt fjarstæðukennt að halda því fram að vara geti ekki verið á tilboði lengur en í sex vikur. Hvaðan kemur sú viðmiðun eiginlega? Hvers vegna ekki fimm vikur, sjö vikur, nú eða bara ein vika?

Reyndin er auðvitað sú að vörur geta verið á tilboði af ýmsum ástæðum. Varan gæti til dæmis selst illa og þess vegna verið boðin á lækkuðu verði þar til birgðirnar eru búnar. Ef þær eru ekki búnar fyrr en eftir hálft ár er það auðvitað bara þannig.

Það er auðvitað fráleitt að halda uppi ríkisstofnun sem hegðar sér á þennan hátt. Á síðasta ári var 170 milljónum af fé skattborgara sóað til reksturs þessarar stofnunar. Þetta fé væri betur komið í vösum almennings.


mbl.is Neytendastofa sektar Grillbúðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2016

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband