Það er ekkert viðbjóðslegra ...

... en níðingar sem eitra fyrir dýrum á þennan hátt.

Slík úrhrök þarf að finna, opinbera nöfn þeirra og birta af þeim myndir. Svona mannlegt rusl á að meðhöndla eins og barnaníðinga.

 


mbl.is Eitrað fyrir köttum í Vesturbænum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rústa gamla kirkjugarðinn?

Hvernig hafa þessir spekingar séð fyrir sér að nær tvöfalda breidd Hringbrautar?

Á að fara með jarðýtur á Hólavallakirkjugarð?

Á að rífa elliheimilið Grund?

Á að fjarlægja gangstéttir og bílastæði meðfram Hringbrautinni og setja akreinarnar undir eldhúsgluggana svo íbúar komist vart að húsum sínum án þess að leggja sig í lífshættu?


mbl.is Meirihluti nýrra íbúða við borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfum til framtíðar fremur en fortíðar

Með þessum áformum er horft til fortíðar. Framtíð samgangna felst í sjálfkeyrandi bílum sem ýmist verða mjög fyrirferðarlitlir og henta einum farþega eða stærri og nýta tölvustýrðar miðstöðvar til að flytja fleiri farþega í einu eftir því hvaðan og hvert þeir eru að fara. (Slíku kerfi mætti raunar strax koma upp með samvinnu við leigubílstjóra). Þessi tækni mun innan skamms leysa af hólmi hefðbundnar almenningssamgöngur og hefðbundnar einkabifreiðar.

Með þeim áformum sem hér eru á ferðinni á að eyða 70 milljörðum í lausn gærdagsins sem auk þess hentar engan veginn á jafn dreifðu svæði og hér er um að ræða. Áformað er að notkun strætisvagna fari með þessu úr 3% ferða í 12% ferða. Nú hef ég ekki forsendurnar um ferðalög fólks í kílómetrum, en ef miðað er við íbúafjölda verður fjárfestingin um það bil fjórar milljónir króna á hvern viðbótarfarþega sem nýtir sér þessar samgöngur. Og þá eru niðurgreiðslurnar eftir, en lítið hefur komið fram um áætlaðan rekstrarkostnað. Þetta eru gríðarleg fjárútlát fyrir lítinn afrakstur.

Að lokum verður auðvitað að reikna með að kostnaðurinn verði umtalsvert meiri en áætlanirnar segja til um. Varlegra væri að miða við amk. 100 milljarða.

Hér er því lausn gærdagsins á ferðinni. Dýr, óskynsamleg, og ólíkleg til árangurs.


mbl.is Borgarlínan mun kosta 63-70 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorgarsaga

Eins og vel hefur tekist til við byggingu Hörpu að mörgu leyti er dapurlegt að horfa upp á leynimakkið í kringum allt þetta mál og hvernig borgaryfirvöldum virðist algerlega fyrirmunað að gera bærilega raunhæfar áætlanir um reksturinn.

Vitanlega er sjálfsagt að bíða með svo mikla aukningu framlaga þar til úttekt hefur verið gerð á rekstrinum og skoða hvort hann megi bæta. Er ekki starfsmannafjöldinn t.d. þrefaldur á við það sem áætlað var?

Að lokum vekur það athygli að svo virðist sem Sjálfstæðismenn eigi nú aðeins einn borgarfulltrúa eftir. Hinir elta bara vitleysuna í Degi B. & Co. Alveg gagnrýnilaust.


mbl.is Stóraukin framlög til Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn ...

... á útleigu íbúðar sem eigandinn býr að jafnaði í og útleigu annarrar íbúðar sem hann býr ekki í - hver eru rökin fyrir því að í síðara tilfellinu þurfi að greiða fyrir starfsleyfi og eftirlit en ekki í hinu fyrra? Er einhver eðlismunur á húsnæðinu, sem grundvallast á því hvort einhver býr í því að jafnaði? Er til dæmis aukin þörf fyrir eftirlit með húsnæði sem ekki er búið í að jafnaði og húsnæði sem búið er í að jafnaði? Er ekki nokkuð ljóst að það getur ekki staðist lagalega að leggja þessi gjöld ekki á þann sem á íbúð og sumarhús og flytur í sumarhúsið meðan íbúðin er í útleigu, en leggja þau hins vegar á þann sem á tvær íbúðir, býr í annarri og leigir hina út?


mbl.is Kostnaður lækkar með lagabreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spillingarmálin eru víða

Ísland er því miður eitt spilltasta land heims. Það sannast hér enn og aftur þegar reynt er hvað eftir annað að vaða yfir landeigendur til að troða í gegn háspennulínum fyrir stóriðju, allt til að kaupa atkvæði handa spilltum stjórnmálamönnum af álíka spilltum einstaklingum sem hafa þau til sölu.

Ojbjakk!!


mbl.is „Samþykkjum aldrei loftlínu!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júní 2017
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband