Fólk er fífl ...

... gæti nú einhver sagt um þetta. Að minnsta kosti er það einkennilegt ef fólk hefur meiri áhuga á niðurstöðum vísindamanna eftir því sem það telur þá minna hæfa.

Eða er kannski rannsóknin eitthvað gölluð? Kannski gerði aðlaðandi vísindamaður hana?


mbl.is Áhugasamari um aðlaðandi vísindamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæfni dómara skiptir máli

Hvert er markmiðið með ráðningu dómara?

Er markmiðið að útvega sama hlutfalli karla og kvenna þægileg störf hjá ríkinu? Ef svo er verður auðvitað að líta til kynjasjónarmiða eins og ráðherrann segir.

Eða er markmiðið að tryggja þeim sem leita til dómstóla eða eru dregnir fyrir dóm réttláta málsmeðferð? Ef svo er verður einvörðungu að líta til hæfni viðkomandi umsækjanda til að fella rétta dóma. Í því felst að ekki má líta til neinna annarra sjónarmiða - einungis verður að meta hæfni.

Íslenskir stjórnmálamenn eru auðvitað orðnir svo vanir því að líta á störf hjá ríkinu sem bitlinga að þeim finnst bara sjálfsagt að vera ekkert að velta fyrir sér hagsmunum borgaranna, sem oft á tíðum eiga allt sitt undir hæfni hinna opinberu starfsmanna.

En hér er ekki verið að útvega gömlum félaga stjórnarformennsku í Byggðastofnun eða forstjórastarf hjá Samgöngustofu (raunar getur það samt haft óþægindi í för með sér ef óhæfur stjórnandi er þar eins og dæmin sýna).

Dómstólar skera út í málum sem geta varðað einstaklinga, líf þeirra, frelsi og eignir, ákaflega miklu. Spilling, heimska og kapphlaup eftir vinsældum meðal grunnhyggins fólks mega aldrei ráða þegar dómarar eru valdir.


mbl.is „Það hallar verulega á konur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greining á þjóðhagslegum áhrifum?

Hvers vegna í ósköpunum ætti að þurfa greiningu á þjóðhagslegum áhrifum þess að látið verði af þeim kjánaskap að banna fólki að opna vínbúðir, líkt og um einhverjar meiriháttar efnahagslegar breytingar eða stórfjárfestingar væri að ræða?

Það er nú meiri eljan sem sumt fólk sýnir í baráttu sinni gegn sjálfsögðu frelsi annarra.


mbl.is Áfengisfrumvarpið „rifið“ út úr nefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarstæða að þessi lán verði greidd upp

Það er auðvitað bara fjarstæða að lán ríkisins til þessarar framkvæmdar muni einhvern tíma verða greidd upp. Til þess þyrfti veggjaldið að vera svo hátt að enginn með réttu ráði léti sér detta í hug að greiða það til að spara sér nokkurra mínútna akstur.

Eðlilegast væri að afskrifa bara stærstan hlutann af því sem ríkið hefur lagt í þetta og að ríkið taki síðan verkefnið alfarið yfir enda ljóst að meðeigendurnir eru ekki að fara að fjármagna mismuninn - þeir eru ekki algerir bjánar.

Síðan ætti að stofna rannsóknarnefnd til að fara í saumana á því hvernig þetta spillingarmál varð ríkinu jafn dýrt og raun ber vitni.


mbl.is Ríkið lánveitandi um ófyrirséða framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur sósíalismans

Ástandið í Venesúela er skýr birtingarmynd þess sem gerist þegar reynt er að koma á sósíalísku stjórnarfari. Úrræðin eru dæmigerð fyrir sósíalista: Barnadauði eykst og þá er heilbrigðisráðherrann rekinn. Matvælaframleiðsla hrynur vegna óstjórnar og þá er reynt að koma á verðlagshömlum - en engar vörur eru til að selja.

Hversu mörg börn eiga að deyja í viðbót í Venesúela í nafni sósíalismans? Það væri áhugavert að fá svar við því frá kjánunum sem nú predika sósíalisma og frelsissviptingu almennings hérlendis.


mbl.is Beittu piparúða á eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Idjót

Umdeildur maður, gagnrýnandi íslamstrúar, talaði á fundi í Reykjavík í kvöld. RÚV sendi "fréttamann" til að taka viðtal við manninn. Í stað þess að spyrja manninn út í skoðanir hans lagði "fréttamaðurinn" alla áherslu á að reyna að saka manninn um að vera samábyrgur um hryðjuverkaárás Breiviks í Noregi fyrir nokkrum árum.

Eftirtekjan var heldur rýr, líkt og lesa má á síðu RÚV.

En mér er spurn: Hvers vegna í ósköpunum sendir Ríkisútvarpið idjót til að taka viðtal við þennan umdeilda mann? Hvers vegna var ekki alvöru fréttamanni falið verkið, einhverjum sem var treystandi til að gera sig ekki að fífli? Og hvers vegna í ósköpunum var viðtalið birt í sjónvarpsfréttum? Svona vinnubrögð eru niðurlægjandi fyrir stofnunina.


Breikkun Miklubrautar?

Þessi fyrirsögn er villandi. Það er ekki verið að breikka götuna, sem sannarlega væri ekki vanþörf á, heldur að bæta við hjólastígum og gangstéttum. Auk þess er verið að tefja enn frekar fyrir umferð, og ekki á það bætandi, með því að hindra að hægt sé að komast inn í Hlíðahverfi gegnum Reykjahlíð.

Það kemur ekki á óvart að núverandi meirihluti standi að slíku. En ég hef tvær spurningar:

1. Hvers vegna setur Morgunblaðið þetta fram með rangri fyrirsögn.

2. Hver er skoðun minnihlutans á þessu máli?


mbl.is Breikkun Miklubrautar að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalismi varðar veginn til örbirgðar og kúgunar

Sósíalismi er stjórnmálastefna sem miðar að því að einkaeignarréttur sé afnuminn en allt atvinnulíf skipulagt af ríkisvaldinu. Sósíalísk stjórn er kúgunarstjórn. það er ekki aðeins athafnafrelsi fólks sem er afnumið heldur verður að afnema tjáningarfrelsi þess líka til að hindra andóf gegn valdastéttinni.

Sósíalískt hagkerfi er nefnilega ekki blandað hagkerfi líkt og við höfum á Vesturlöndum. Það er ekki sósíaldemókratískt kerfi líkt og Norðurlöndin búa við. Það er kerfi af sama toga og stór hluti Austur-Evrópubúa bjó við til skamms tíma, kerfi líkt og í Venesúela, á Kúbu, í Norður-Kóreu.

Sósíalismi grundvallast á þeirri hugmynd að frelsi og mannréttindi einstaklinga séu einskis virði og skipti ekki máli.

Það er furðulegt að á Íslandi, árið 2017, skuli fólk unnvörpum ganga til liðs við flokk sem rekur þessa helstefnu.


mbl.is Almenningur nái sínum eignum til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helstefna jöfnuðar

Sjaldan hef ég séð jafn vel framsetta gagnrýni á félagshyggjuna og í þessari frábæru grein eftir Ernu Ýr Öldudóttur á Eyjunni í dag.


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2017
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband