Fegurðin kostar

Taj Mahal er svo sannarlega stórfengleg bygging og dregur að fleiri ferðamenn en flestar slíkar. En fátæktin í Agra, þar sem Taj Mahal stendur, er hræðileg og líkt og að koma margar aldir aftur í tímann þegar ekið er inn í borgina, uxakerrur í stað vörubíla, hálfnakin vannærð börn á götunum, líkin hirt upp af götunni og borin burt á börum. Sláandi þegar komið er frá líflegum borgum Gujarat og Rajasthan.

Því þótt lúxushótelin blómstri hafa aðgerðir til að vernda Taj Mahal fyrir áhrifum mengunar orðið til þess að drepa niður aldagamlan iðnað í Agra og nágrenni, sagði mér barþjónn í Dehli í hittifyrra. Það er því ekki víst að trúardeilur einar valdi ósætti um Taj Mahal.

En sjálfum þótti mér reyndar Akshardham hofið í Nýju-Dehli miklu mikilfenglegra en Taj Mahal. Þetta stærsta hindúahof Indlands var reist á aðeins fimm árum og í leiðinni var hin gamla og deyjandi iðn steinsmiðanna endurreist þegar sex þúsund manns hlutu þjálfun í iðninni vegna byggingarinnar um síðustu aldamót.

Screen Shot 2017-10-30 at 23.40.24


mbl.is Vilja afmá Taj Mahal úr sögu Indlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rannsóknar er þörf

Eins og þekkt er hefur ríkið hingað til ekki riðið feitum hesti frá virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Orkusölusamningur vegna Kárahnjúka var langt undir raunverulegu kostnaðarverði svo dæmi sé nefnt.

Nú er virkjanagerðin í höndum einkaaðila sem ættu að vera færir um að tryggja sér viðunandi arðsemi af framkvæmdunum. Ríkið hefur þar enga ábyrgð.

En hvað um raforkuflutninginn, kostnað og fjárfestingar vegna hans? Er ekki nauðsynlegt að óháð rannsókn verði gerð á því hvort meðgjöfin hafi hugsanlega færst þangað, frá framkvæmdaaðilunum?


mbl.is Vill þjóðgarð frekar en virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleikinn hvarf

Talsmenn BF halda því fram að þau hafi slitið stjórnarsamstarfi vegna "leyndarhyggju". En það er rangt. Flokkurinn var einfaldlega kominn að fótum fram og ætlaði að reyna að nýta sér óheppilega uppákomu til að auka við fylgi sitt. En kjósendur eru ekki alvitlausir. Þeir sáu í gegnum plottið og skiluðu sér heim til Samfylkingarinnar.

Það hefði verið heiðarlegra af forystumönnum BF að viðurkenna að stjórnarslit í óðagoti voru alvarleg mistök. Þá væri ekki jafn holur hljómur í slagorðum þeirra um heiðarlega framtíð og bætt vinnubrögð og raun ber vitni.

Það er svo enn pínlegra þegar nú er tekið til við að lýsa því yfir að tap flokksins sé í rauninni sigur. Það er komið ágætis efni í nokkur ný "newspeak" hugtök:

Svik eru heiðarleiki.

Óðagot er yfirvegun.

Tap er sigur.


mbl.is Tap en samt sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama skipting og síðast

Það er ekki úr vegi að bera niðurstöður kosninganna saman við síðustu kosningar út frá stöðu flokka á pólitíska litrófinu. Hér er í raun enginn hægriflokkur, en nokkrir miðjuflokkar og nokkrir vinstriflokkar. Samfylking, VG og Píratar gætu talist til vinstri flokka. Afgangurinn miðju- og kannski aðeins út í hægri. Flokk fólksins set ég í þann hóp líka þótt um það megi auðvitað deila.

Miðað við þetta fá miðjuflokkarnir nú 39 þingmenn og vinstriflokkarnir 24. Síðast fengu miðjuflokkarnir 40 þingmenn en vinstriflokkarnir 23.

Samkvæmt þessu er skiptingin á hinu pólitíska litrófi eiginlega alveg óbreytt. Eðlilegast væri því að mynduð yrði stjórn miðju- hægriflokka eigi hún að endurspegla áherslur kjósenda. Skynsamlegast væri hins vegar kannski við þessar aðstæður að VG og Sjálfstæðisflokkur yrðu burðarásar í ríkisstjórn því þannig mætti ná hvað breiðastri sátt um málefnaáherslur.


mbl.is Eru stærri en fá færri þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandi heilbrigðiskerfisins ...

... liggur því miður ekki síður hjá stjórnendum innan kerfisins en í fjárskorti. Þetta er enn eitt dæmið þar sem "fagfólk" hengir sig í aukaatriði í því skyni einu að koma í veg fyrir að veikt barn fái lækningu. En enginn stjórnmálamaður virðist hafa kjark til að taka á grunnvandanum, vanhæfninni, óheilindunum og klíkuskapnum sem allt of miklu ræður, því miður.


mbl.is „Eina vonin sem hann hefur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítir hestar fyrr og nú

Þegar Napóleon lagði af stað til Frakklands eftir útlegð á (aflandseynni) Elbu birtist þessi fyrirsögn í einu dagblaðanna: "Mannætuskrímslið hefur skriðið úr fylgsni sínu". 

Nokkrum dögum síðar: "Skepnan gistir í Grenoble".

Skömmu síðar: "Harðstjórinn fer um Lyon".

Napóleon nálgaðist svo París og skömmu áður en hann kom þangað: "Bonaparte nálgast hratt en mun aldrei ná til Parísar".

Og að lokum: "Hans keisaralega og konunglega hátign kom í gærkvöld til Tulieres og var fagnað ákaft af trúum og himinlifandi þegnum sínum."

---------------

Aðrir tímar, annar keisari, aðrar eyjar.

Annar hvítur hestur.

Fugit irreparabile tempus, nulla mutat (tímarnir líða, en ekkert breytist).


mbl.is 41% kýs Miðflokkinn í stað Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þau eru súr ...

... sagði litla gula hænan þegar refurinn át ömmuna. Eða var það ekki þannig? wink


mbl.is Segir hugmyndir Sigmundar vera „fiff“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðnýting matvörubúða?

„Að lok­um hafn­ar Sam­fylk­ing­in því að braskað sé með heilsu, fæði, hús­næði og mennt­un al­menn­ings,“ seg­ir Logi.

Það nægir sumsé ekki að banna læknum að starfa sjálfstætt og banna einkaskóla. Fasteignamarkaðurinn skal einnig þjóðnýttur svo ekki sé "braskað" með húsnæði.

Að lokum verður ekki annað séð en næsta skref sé þjóðnýting matvöruveralana.

Þetta er heldur betur sósíaldemókrataflokkur!


mbl.is Vill styrkja félagslegu stoðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytir virkjun einhverju um þróun búsetu?

Þótt virkjað verði á Ströndum leiðir það auðvitað ekki til þess að fólki taki að fjölga þar. Það þarf fáeina starfsmenn til að halda virkjuninni gangandi, það er allt og sumt. Talsverðan fjölda þarf til að byggja hana, en að því loknu fara þeir starfsmenn.

Sé á annað borð vilji til að fjölga fólki á Ströndum verður sú fjölgun að byggjast á öðru en því að skaða þau náttúruverðmæti sem þar er að finna. Líklega er árangursríkasta leiðin til að efla þetta samfélag sú að byggja upp ferðaþjónustu sem gerir út á víðernin. Það er heilbrigð leið til að byggja upp samfélag. Atvinnubótavinna og bitlingar til landeigenda eru það ekki.

Og gleymum því ekki að það er hægt að bæta vegi og byggja brýr án þess að slíkt tengist gerð virkjana. Það að tengja slíkt saman, lofa vegabótum gegn því að íbúar falli frá andstöðu við virkjun er auðvitað ekkert annað en mútur og þeim sem þær bjóða ætti að refsa enda er mútustarfsemi bæði siðlaus og ólögleg.


mbl.is Eins og óargadýr inn í samfélag í sárum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband