Öllu tjaldað til

Nám til stúdentsprófs var lengstum tveimur árum lengra hér en í nágrannalöndunum. Nú er það einu ári lengra (þótt illu heilli hafi það ár verið tekið af því skólastigi sem síst mátti við því). Því er ekkert athugavert við að sumir séu þeirrar skoðunar að stytta megi námstímann frekar, hvort sem stjórnmálaflokkurinn sem þeir tilheyra hefur endilega þá stefnu eða ekki.

En fyrir kosningar er auðvitað öllu tjaldað til.


mbl.is Óska svara vegna ummæla ritara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð íslensk flokkapólitík?

Það er augljóst að þeir sem standa að þessum "mælingum" hafa fyrst og fremst það markmið að púkka upp á gömlu vinstriflokkana. Athafnir skipta engu máli, aðeins loforð í aðdraganda kosninga. Engin tilraun er gerð til að hafa áhrif á stefnu flokkanna, heldur hlaupið af stað rétt fyrir kosningar til að reyna að stimpla ríkisstjórnarflokkana vonda og hina góða.

Hér er greinilega dæmigerð íslensk flokkapólitík á ferð.


mbl.is Ekki að skoða gamla flokkapólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísbending um öflugt efnahagslíf

Þegar tekjur hinna tekjuhæstu dragast saman líkt og gerðist við bankahrunið, er skýringin yfirleitt sú að afrakstur fjárfestinga er að minnka. Eðli málsins samkvæmt fara háar tekjur og fjárfestingargeta saman og þar af leiðandi fellur megnið af fjármagnstekjum þeim tekjuhæstu í skaut. Tekjuháir töpuðu margir mjög miklum eignum í bankahruninu og af þeim sökum drógust fjármagnstekjur þeirra saman en þær eru hluti ráðstöfunarteknanna. Þar með minnkaði auðvitað hlutdeild þeirra í tekjum allra. Þegar efnahagurinn tók að braggast að nýju snerist þetta vitanlega við.

Það má því setja stórt spurningarmerki við þá staðhæfingu skýrsluhöfunda að þessi þróun sé áhyggjuefni. Líklegra er að hún sé einfaldlega eitt merki þess að efnahagur landsins hefur rétt hratt úr kútnum eftir bankahrunið. Það er öllum til góðs. Bæði þeim tekjuhærri og þeim tekjulægri. Kaupmáttaraukning allra hópa sýnir það skýrt.


mbl.is Vísbendingar um aukinn ójöfnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir hvern er Neytendastofa?

Neytendastofa þjónar með þessu bersýnilega ekki hagsmunum neytenda, sem geta nú ekki lengur nýtt sér tilboð Grillbúðarinnar en þurfa þess í stað að greiða hærra verð.

Það er vægast sagt fjarstæðukennt að halda því fram að vara geti ekki verið á tilboði lengur en í sex vikur. Hvaðan kemur sú viðmiðun eiginlega? Hvers vegna ekki fimm vikur, sjö vikur, nú eða bara ein vika?

Reyndin er auðvitað sú að vörur geta verið á tilboði af ýmsum ástæðum. Varan gæti til dæmis selst illa og þess vegna verið boðin á lækkuðu verði þar til birgðirnar eru búnar. Ef þær eru ekki búnar fyrr en eftir hálft ár er það auðvitað bara þannig.

Það er auðvitað fráleitt að halda uppi ríkisstofnun sem hegðar sér á þennan hátt. Á síðasta ári var 170 milljónum af fé skattborgara sóað til reksturs þessarar stofnunar. Þetta fé væri betur komið í vösum almennings.


mbl.is Neytendastofa sektar Grillbúðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2016
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 287300

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband